Fara í efni

Félagsmálanefnd

181. fundur 24. febrúar 2020 kl. 12:30 - 15:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Anna Sigríður, forstöðumaður Stólpa kemur fyrir nefndina og kynnir starfsáætlun sinnar stofnunar.

1.Starfsáætlun félagsþjónustu/Stólpa

202002099

Starfsáætlun Stólpa fyrir árið 2020 lögð fyrir nefndina til kynningar.

2.Starfsáætlun félagsþjónustu

202002099

Fyrir fundinum liggur starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun ársins 2020.

3.Fjölgun rýma í dagdvöl

201901173

Borist hefur tölvupóstur frá Heilbrigðisráðuneyti varðandi umsókn Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá september á síðasta ári, um fjölgun rýma í dagdvöl aldraðra. Í tölvupóstinum kemur fram að óski félagsþjónusta enn eftir fjölgun rýma beri henni að beina erindi sínu til Sjúkratrygginga Íslands sem tekið hafa við málefnum dagdvalarrýma fyrir aldraða. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að fylgja umsókninni eftir hjá SÍ.

4.Frístund 2019-2020

201909022

Frestað til næsta fundar.

5.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

202001082

Fyrir nefndinni liggja breytingatillögur á gjaldskrá og reglum varðandi daggæslu í heimahúsum á Fljótsdalshéraði. Félagsmálastjóra er falið að uppfæra reglur og gjaldskrá skv. fyrirliggjandi gögnum. Nefndin samþykkir framlagðar breytingar samhljóða.

6.Gjaldskrá heimaþjónustu 2020

202002010

Frestað til næsta fundar.

7.Skýrsla Félagsmálastjóra

201712031

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins á umliðnum mánuði.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?