Fara í efni

Félagsmálanefnd

169. fundur 10. desember 2018 kl. 12:30 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Gyða Dröfn Hjaltadóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Verktakasamningar Félagsþjónustu Fljótsdalahéraðs 2019

201810181

Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning um sálfræðiþjónustu við fatlaða, ættingja fatlaðra og starfsmenn sem vinna með fatlaða. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum, tveir fjarverandi (GBH og GÁT).

2.Starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2019

201810135

Fullnaðarafgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Aðalfundur SSA 2018

201806160

Félagsmálanefnd tekur undir ályktanir SSA frá aðalfundi 7. og 8. september s.l. er varða málefni félagsþjónustunnar. Umræður sköpuðust um aukinn kostnað sveitarfélaga við tilkomu nýrra laga er tóku gildi 1. október s.l. og grá svæði er hindra bestun í þjónustu við þá er þurfa félags- og heilbrigðisþjónustu. Félagsmálastjóri benti á að sérfræðiaðstoð sem veitt er af hálfu ríkisins t.d. í barnavernd í gegnum Barnaverndarstofu er dýrari fyrir félagsþjónustur úti á landi heldur en þeirra félagsþjónusta sem staðsettar eru nær Barnaverndarstofu eða á suðvesturhorninu. Sem dæmi þurfa félagsþjónustur úti á landi að greiða ferðakostnað fyrir sérfræðinga Barnahúss sem veita börnum ráðgjöf vegna upplifunar af ofbeldi og börn með óeðlilega kynferðislega hegðun sem þurfa sálfræðimeðferð í gegnum úrræði á vegum Barnaverndarstofu. Nú nýlega hefur Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs borist reikningur frá lögreglustjóraembætti vegna flutnings á barni í neyðarvistunarúrræði í Reykjavík, að upphæð 159.000,- kr. Ekki hafa fundist fordæmi fyrir slíkum reikningum í lauslegri könnun hjá öðrum félagsþjónustum og veldur það nefndinni áhyggjum að lögreglan sjái sér ekki fært að sinna samfélagsþjónustu sinni hér eftir sem hingað til án þess að félagsþjónustur þurfi að greiða fyrir. Augljóst er að slíkt fyrirkomulag eykur enn á ójafnræði félagsþjónusta úti á landi í samanburði við félagsþjónustur sem eru á suðvesturhorninu. Nefndin leggur áherslu á að þetta sé byggðarsjónarmið og vill beina því til Velferðarráðuneytis að kostnaðarþátttaka barnavernda og félagsþjónusta á landsbyggðinni verði endurskoðuð með byggðarsjónarmið og öryggi íbúa að leiðarljósi.
Félagsmálastjóra falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum, einn fjarverandi (GÁT).

4.Samstarfssamningur Fljótsdalshéraðs og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði

201803113

Í vinnslu.

5.Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd

201611048

Í vinnslu.

6.Skýrsla Félagsmálastjóra

201712031

Félagsmálastjóri reifar helstu málefni félagsþjónustu frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?