Fara í efni

Félagsmálanefnd

162. fundur 20. febrúar 2018 kl. 12:30 - 14:12 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Gjaldsksrá fyrir stuðningsfjölskyldur 2018

201802064

Lögð er fyrir nefndina breytingartillaga á gjaldskrá stuðningsforeldra þar sem lagt er til að jafna greiðslur til stuðningsforeldra fatlaðra barna við greiðslur til stuðningsforeldra barna á grundvelli barnaverndarlaga.

Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar tillögur um samhæfða gjaldskrá með þeirri breytingu að gjald vegna vistunar barns í fyrsta flokki sé hærra, eða sem nemur 20.212,- kr./pr sólarhring.


2.Reglur um styrki til verkfæra og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

201802060

Lagðar eru fram breytingatillögur á reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

Framkomnar breytingatillögur eru samþykktar.

3.Umsögn um reglugerð um framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2018

201802097

Lagt fram til kynningar.

4.Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi)

201802056

Lagt fram til kynningar.

5.Frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn)

201802055

Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsaðstoð

201802100

Félagamálanefnd hafnar beiðni um styrk.

7.Skýrsla Félagsmálastjóra

201712031

Fundi slitið - kl. 14:12.

Getum við bætt efni þessarar síðu?