Fara í efni

Félagsmálanefnd

154. fundur 10. maí 2017 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu 2017

201704089

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu fjóra mánuði ársins lagt fram til kynningar. Yfirlitið sýnir stöðu sem er tæpum 2% undir samþykktri launaáætlun.

2.Yfirlit yfir rekstur Félagsþjónustu 2017

201705009

Yfirlit yfir rekstur Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 lagt fram til kynningar. Reksturinn er einu prósenti undir samþykktri rekstraráætlun.

3.Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2017

201705017

Yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga fyrstu fjóra mánuði ársins, á þjónustusvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að alls hafa borist 17 tilkynningar vegna 11 barna á tímabilinu. Tíu tilkynninganna eru vegna vanrækslu barna, fimm vegna ofbeldis og tvær tilkynningar eru vegna áhættuhegðunar barns.

4.Rekstraráætlun Félagsþjónustu 2018

201705018

Drög að rammaáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2018 tekin til umræðu.

5.Handbók Félagsþjónustu Fljótsdalshérðs

201705020

Drög að breyttri Handók Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lögð fram og samþykkt. Í Handbókinni er fjallað um skipulag þjónustunnar, lög, reglugerðir, reglur og samninga sem þjónustan byggir á.

6.Reglur um skammtímavistun 2017

201705022

Drög að breyttum reglum er varða umsóknir um skammtímavistun fyrir fatlað fólk lagðar fyrir og samþykktar.

7.Verklagsreglur Barnaverndar 2017

201705021

Drög að breyttum verklagsreglum í vinnslu barnaverndarmála
lagðar fram og samþykktar.

8.Barnaverndarmál

1608018

Niðurstaða skv. bókun í málinu.

9.Barnaverndarmál

1608019

Niðurstaða skv. bókun í málinu.

10.Umsókn um leyfi sem fósturforeldrar

201703112

Niðurstaða skv. bókun í málinu.

11.Barnaverndarmál

1408043

Niðurstaða skv. bókun í málinu.

12.Umsókn um leyfi sem vistforeldrar

201703067

Niðurstaða skv. bókun í málinu.

13.Umsókn um leyfi sem vistforeldri

201702117

Niðurstaða skv. bókun í málinu.

14.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

201705015

Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er lagt fram til kynningar.

15.Þingsályktunartillaga um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

201704105

Þingsályktunartillaga um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks er lögð fram til kynningar.

16.Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

201705014

Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?