Fara í efni

Félagsmálanefnd

149. fundur 16. nóvember 2016 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Gráu svæðin í velferðarþjónustunni

201611036

Lagt er fram yfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga yfir Gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Um er að ræða velferðarþjónustu þar sem notendur fá lakari úrlausn sinna mála en efni standa til vegna óskýrrar verka-og ábyrgðarskiptingar þeirra aðila sem veita þjónustuna. Í þessu samhengi má nefna að nýverið fundaði formaður félagsmálanefndar ásamt bæjarstjóra og félagsmálastjóra með yfirmönnum HSA varðandi samstarf er snýr að félagslegri heimaþjónustu og heimahjúkrun á Fljótsdalshéraði.

2.Undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

201611020

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna undanþágu frá íbúafjölda í málaflokki fatlaðs fólks lögð fram til kynningar, en þar kemur meðal annars fram tillaga um að horfið verði frá núverandi fyrirkomulagi um að þjónustusvæði fyrir fatlað fólk innihaldi að lágmarki 8.000 íbúa. Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með núverandi fyrirkomulag á Austurlandi.

3.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201610077

Ályktanir frá aðalfundi SSA 2016 um málefni aldraðra og aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru lagðar fram til kynningar.

4.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2017

201610071

Styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2017 tekin til umfjöllunar og samþykkt að veita kr.700.000 í styrk til Stígamóta vegna meðferðarviðtala samtakanna á Austurlandi. Gert er ráð fyrir upphæðinni í rekstraráætlun fyrir árið 2017.

5.Rauði krossinn, beiðni um fjárstyrk vegna Jólasjóðsins 2016

201611041

Umsókn Rauða krossins um styrk vegna jólaaðstoðar árið 2016 er tekin fyrir og synjað.

6.Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd

201611048

Drög að uppfærðri samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs er lögð fram og samþykkt.

7.Innleiðing á nýju húsnæðisbótakerfi

201611063

Bréf Vinnumálastofnunar þar sem óskað er samstarfs við sveitarfélög landsins um innleiðingu á nýju húsnæðisbótakerfi er lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóri hefur þegar svarað erindinu og tilnefnt tengilið vegna þessa.

8.Gjaldskrá fyrir stuðningsfjölskyldur 2017

201611066

Drög að hækkaðri gjaldskrá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn lögð fram og samþykkt. Hækkunin sem tekur gildi frá 1. janúar 2017 nemur 4,5% og tekur mið af hækkun launa á almennum vinnumarkaði.

9.Yfirlit yfir stöðu launa árið 2016

201604110

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu níu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Áætlunin sýnir 2% kostnað undir samþykktri launaáætlun.

10.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir 2017

201611068

Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk á árinu 2017 er tekin fyrir og synjað.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?