Fara í efni

Félagsmálanefnd

146. fundur 23. ágúst 2016 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Rekstur Félagsþjónustu 2016

201608025

Lagt fram rekstraryfirlit félagsþjónustunnar fyrstu sex mánuði ársins 2016. Þar kemur fram að áætlun ársins stefni í að verða innan fjárheimilda.

2.Rekstraráætlun Félagsþjónustunnar 2017

201608056

Drög að rekstraráætlun ársins 2017 lögð fram til umræðu.

3.Frumvarp til laga um félagsþjónustu

201602115

Drög að frumvarpi laga um fatlað fólk og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga tekið til umræðu. Nefndin tekur undir þær athugasemdir sem koma fram í minnisblaði til Velferðaráðuneytisins frá fulltrúum sveitarfélaga í starfshópi um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um þjónustu við fatlað fólk.
Í drögum félagsþjónustulaganna er gert ráð fyrir tveim pólitískum samráðshópum, annars vegar í málefnum fatlaðs fólks og hins vegar í málefnum eldri borgara. Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs setur spurningamerki við nauðsyn slíkrar ráðstöfunar. Í 11. gr. sömu laga er talað um að taka skuli mið af gjaldi fyrir almenningssamgöngur, en nefndin leggur til að þess í stað komi fram að ”heimilt er að hafa til hliðsjónar gjald fyrir almenningssamgöngur á svæðinu og samanburð á gæðum þjónustunnar“.

4.Uppfærðar reglur um sérstakar húsaleigubætur 2016

201608093

Drög að uppfærðum reglum um sérstakar húsaleigubætur eru lögð fram og samþykkt.

5.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni.

201608094

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, tekin fyrir og synjað.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?