Fara í efni

Félagsmálanefnd

142. fundur 16. mars 2016 kl. 12:30 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Reglur um fjárhagsaðstoð 2016

201603068

Drög að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagðar fyrir og samþykktar.

2.Reglur um liðveislu 2016

201603069

Drög að breyttum reglum um félagslega liðveislu hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagðar fyrir og samþykktar með ákveðnum breytingum.

3.Húsaleigubætur 2015

201603071

Yfirlit yfir veittar húsaleigubætur árið 2015 lagaðar fram til kynningar. Þar kemur fram að greiðslur almennra húsaleigubóta námu kr. 36.443.316 og að greiddar voru kr. 2. 897.947 í sérstakar húsaleigubætur á árinu.

4.Reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2015

201602030

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um framlög til málefna fatlaðs fólks er lögð fram til kynningar.

5.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs lögð fram til umsagnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við stefnuna.

6.Starfsáætlun Hlymsdalir 2016

201603073

Drög að starfslýsingu fyrir tómstundastarf og dagþjónustu Hlymsdala er lögð fram og staðfest.

7.Trúnaðarmál

201601164

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

8.Trúnaðarmál

1406083

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?