Fara í efni

Félagsmálanefnd

140. fundur 09. desember 2015 kl. 12:30 - 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Rekstraráætlun Félagsþjónustu 2016

201510108

Samþykkt rekstraráætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 er lögð fram til kynningar.

2.Launaþróun Félagsþjónustu Fljótsdashéraðs 2014-2016

201512011

Yfirlit yfir þróun launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árin 2014 og 2015 lagt fram til kynningar.

3.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu árið 2015

201504089

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu ellefu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 15.607.318.

4.Reglur um félagslegt húsnæði 2016

201512013

Drög að breyttum reglum um félagslegt húsnæði á Fljótsdalshéraði lagðar fram og samþykktar.

5.Reglur um styrki til tækja og verkfærakaupa

201512014


Drög að breyttum reglum um styrki til tækja og verkfærakaupa eru lagðar fram og samþykktar.

6.Reglur um þjónustu á heimilum fyrir fatlað fólk

201512015

Drög að breyttum reglum um þjónustu á heimilum fyrir fatlað fólk eru lagðar fram og samþykktar.

7.Reglur fyrir stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna.

201512016

Drög að breyttum reglum fyrir stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna eru lagðar fram og samþykktar.

8.Breytingar á lögræðislögum

201512007

Breytingar á lögræðislögum lagðar fram til kynningar.

9.Barnaverndarmál

1505104

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

10.Barnaverndarmál

1406083

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

11.leyfi sem vistforeldri

201508062

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

12.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2016

201512025

Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk á árinu 2016 er tekin fyrir og synjað.

13.Styrkbeiðni frá Stígamótum við brotaþola hjá Fljótsdalshéraði

201512034

Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2016 er tekin til umfjöllunar, en þar er óskað eftir hærri styrk en þegar hefur verið samþykktur. Á fundi nefndarinnar 21. október sl. var fjallað um styrkbeiðni Stígamóta og samþykkt að veita kr. 683.000 í styrk árið 2016 vegna þjónustu sem veitt er á Austurlandi. Nefndin sér ekki mögulegt að hækka þá upphæð sem þegar hefur verið ákveðin og gert er ráð fyrir í rekstraráætlun sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?