Fara í efni

Félagsmálanefnd

126. fundur 09. apríl 2014 kl. 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Kæra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu

201403040

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála barst kæra 7. mars 2014, vegna synjunar á fjárhagsaðstoð. Kæran og svar félagsþjónustunnar til úrskurðarnefndar, dagsett 19. mars 2014 er kynnt nefndinni.

2.Umsókn um styrk

201403071

Umsókn samtakanna Blátt áfram, sem sinna forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, um fjárhagslegan styrk vegna afmælisráðstefnu samtakanna, tekin til umfjöllunar og synjað.

3.Hagstofuskýrslur 2013

201403128

Skýrslur til Hagstofu Íslands um félagsþjónustu hjá Fljótsdalshéraði, Seyðisfjarðarkaupstað, Djúpavogshreppi og Vopnafjarðarhreppi, fyrir árið 2013 lagðar fram til kynningar.

4.Samanburður á húsaleigub milli áranna 2012 og 2013 Djúpavogur

201403119

Lagt fram yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur hjá Djúpavogshreppi árin 2012 og 2013. Heildarupphæð húsaleigubóta árið 2012 var kr. 2.962.638. og árið 2013 var heildargreiðsla húsaleigubóta kr. 4.041.122.

5.Samanburður á húsaleigubótum milli áranna 2012 og 2013 Fljótsdalshreppur

201404023

Lagt fram yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur hjá Fljótsdalshreppi árin 2012 og 2013. Heildarupphæð húsaleigubóta árið 2012 var kr. 748.000. og árið 2013 var heildargreiðsla húsaleigubóta kr. 652.332.

6.Samstarf um heimaþj og heimahjúkrun 2014

201404071

Drög að samningu um samstarf HSA og Félagsþjónustunnar um heimaþjónustu og heimahjúkrun á Fljótsdalshéraði tekið til umfjöllunar. Félagsmálastjóra er falið að ganga frá samningi við HSA um samstarfið sem hefur það markmið að efla gæði ofangreindrar þjónustu við íbúa og auðvelda aðgengi að henni.

7.Beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni

201309115

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyfi tekin fyrri að nýju. Samþykkt að greiða kr. 46.900. vegna einstaklings frá Fljótsdalshéraði.

8.Rekstraráætlun félagsþjónustunnar 2015

201404072

Drög að fjárhagsáætlun ársins 2015 tekin til umræðu.

9.Dagþjónusta fyrir eldri borgara

201404073

Dagþjónustu við eldri borgara í Hlymsdölum tekin til umræðu. Um mánaðamótin febrúar/mars 2014 voru alls níu einstaklingar að nýta þau sex dagþjónustu rými sem eru tilstaðar. Meðalaldur hópsins er 86,4 ár. Miðað við núverandi mönnun er einungis einn starfsmaður til staðar helming þess tíma sem dagþjónustan er opin. Fyrir fundinum liggur bréf félagsmálastjóra þar sem fram kemur þörf á auknu starfshlutfalli sem nemur hálfu starfi til viðbótar þeim stöðugildum (1,5) sem fyrir eru. Nefndin felur félagsmálastjóra að ráða inn starfsmann í hálft starf frá 1. maí n.k. Kostnaður vegna þessa fer út af fjárhagsáætlun Hlymsdala.

10.Launaáætlun Félagsþjónustunnar 2014

201402192

Launaáætlun félagsþjónustunnar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2014 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?