Fara í efni

Félagsmálanefnd

129. fundur 01. október 2014 kl. 12:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Lög um opinber skjalasöfn

201408011

Bréf frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga um ný lög um opinber skjalasöfn lagt fram til kynningar.

2.Styrkbeiðni vegna Parkinsonsamtakanna

201408012

Styrkbeiðni Parkinsonsamtaka á Íslandi um kr. 150.000, til að mæta kostnaði vegna félagsfunda á Fljótsdalshéraði lögð fram. Umsókninni er synjað, en samþykkt að veita félaginu heimild til afnota af fundaraðstöðu í Hlymsdölum, endurgjaldslaust.

3.Yfirlit yfir launagreiðslur félagsþjónustunnar fyrstu átta mánuði ársins

201409095

Yfirlit yfir launagreiðslur starfsfólks félagsþjónustunnar fyrstu átta mánuði ársins lagt fram til kynningar.

4.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndart fyrstu átta mánuði ársins

201409096

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs fyrir tímabilið janúar til og með ágúst 2014 lagðar fram til kynningar. Séu sambærilegar tölur bornar saman við sama tímabil ársins 2013 kemur í ljós að um 116 % aukningu er að ræða. Alls bárust 78 tilkynningar á þessu tímabili árið 2014 en 36 tilkynningar árið 2013. Flestar eru tilkynningarnar vegna ofbeldis á börnum eða 46 talsins, 20 tilkynninganna eru vegna áhættuhegðunar barns, 11 vegna vanrækslu og ein vegna ófædds barns.

5.Yfirlit yfir umfang og eðli fjárhagsaðstoðar fyrstu átta mánuði ársins

201409097

Eðli og umfang fjárhagsaðstoðar/styrkja sem veittir hafa verið á Fljótsdalshéraði og aðildarsveitarfélögunum á tímabilinu janúar til og með ágúst 2014 lagt fram til kynningar.

6.Starfsáætlun félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015

201409118

Starfsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2015 tekin til umræðu. Félagsmálastjóra og formanni nefndarinnar er falið að leggja fram drög að starfsáætlun fyrir fund nefndarinnar í nóvember n.k.

7.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2015

201405069

Drög að fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 til umfjöllunar.
Við umfjöllun og afgreiðslu rammaáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2015, afgreiddi bæjarráð sjö milljón króna niðurskurðarkröfu, miðað við fyrirliggjandi tillögu félagsmálanefndar.
Launahækkanir hjá starfsfólki Félagþjónustunnar á milli áranna 2014 og 2015 eru á bilinu 7% - 10% nokkuð sem hefur áhrif á hækkun launaáætlunar fyrir árið 2015.
Rekstraráætlun vegna dagþjónustu fyrir eldri borgara árið 2014 var kr. 2.780.000.- á sama tíma og rammi bæjarráðs í þessum málaflokk fyrir árið 2015 er kr. 2.444.000.- Á fundi félagsmálanefndar 9. apríl sl.samþykkti félagsmálanefnd að auka stöðugildi í dagþjónustu fyrir eldri borgara um 0,5 úr 1,5 í 2.0 frá 1. maí 2014. Ákvörðunin var síðar samþykkt af bæjarráði og bæjarstjórn. Ofangreind atriði skapa umtalsverðan halla á rekstraráætlun dagþjónustunnar.

Nefndin hefur skorið niður sem nemur tæpum sex milljónum króna á rekstri félagþjónustunnar og sér, sér ekki fært að skera frekar niður án þess að grípa til uppsagna á starfsfólki og beinir því til bæjarráðs og bæjarstjórnar að hækka ramma félagsþjónustunnar sem nemur kr. 1.011.000.-

Nefndin leggur auk þess til að fjármagn vegna liðar 02 81, kr. 666.000.- verði hluti af endurgreiðslu aðildarsveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Heimsókn í Stólpa, Ásheima og Hlymsdali

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?