Fara í efni

Félagsmálanefnd

139. fundur 21. október 2015 kl. 12:30 - 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Liðveisla

201509027

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

2.Kynning á efni frá aðalfundi SSA

201510090

Félagsmálastjóri kynnir efni fyrirlestrar sem framkvæmdastjóri Sambands Íslenskra Sveitarfélaga hélt um þjónustu við fatlað fólk á SSA þingi 2015.

3.Ósk um styrk.

201509095

Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins, samtaka gegn kynferðis-og heimilisofbeldi á Norðurlandi er lögð fram. Umsókninni er synjað.

4.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu árið 2015

201504089

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu níu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 12.082.213.

5.Gjaldskrá fyrir stuðningsfjölskyldur 2016

201510099

Drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir stuðningsforeldra fatlaðra barna lögð fyrir og samþykkt. Breytt gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2016.

6.Samstarf vegna forvarnarverkefnis

201510056

Beiðni Barnaverndarstofu um samstarf vegna forvarnarverkefnisins, Krakkarnir í hverfinu, er tekin fyrir og félagsmálastjóra falið að vera í samstarfi við Barnaverndarstofu varðandi framkvæmd verkefnisins á þjónustusvæði nefndarinnar.

7.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2016

201510092

Styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2016, tekin til umfjöllunar og samþykkt að veita kr.683.000 í styrk til Stígamóta vegna meðferðarviðtala samtakanna á Austurlandi. Gert er ráð fyrir upphæðinni í rekstraráætlun fyrir árið 2016.

8.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

201510037

Ályktanir aðalfundar SSA 2015 lagðar fram til kynningar.

9.Rekstraráætlun Félagsþjónustu 2016

201510108

Rammaáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 gerir ráð fyrir rúmlega níu milljón króna niðurskurði.
Til þess að koma á móts við þessa niðurskurðarkröfu hafa eftirfarandi liðir verið lækkaðir:
02 44 - Lækkun stöðugilda í tómstundastarfi í Hlymsdölum sem nemur 50 %, eða kr. 2.908.911.
02 15 Kostnaður í heimaþjónustu verður dreginn saman auk gjaldskrár hækkunar. Alls nemur breytingin kr. 2.000.000.
02 51 Kostnaður vegna liðveislu verður dreginn saman sem nemur kr. 2.000.000.

Félagsmálanefnd bendir á að hægt væri að skapa tekjur hjá sveitarfélaginu með því að hefja á ný gjaldtöku vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Tekjur vegna þessa yrðu a.m.k. 800.000 á árinu 2016. Forsenda slíkra breytinga er að gjaldtaka almenningssamgangna verði tekin upp að nýju í sveitarfélaginu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.
Félagsmálanefnd leggst gegn frekari niðurskurði en hér kemur fram og óskar því eftir að rammi rekstaráætlunarinnar verði hækkaður sem nemur rúmum kr. 2.2 milljónum. Frekari niðurskurður mun hafa veruleg neikvæð áhrif á starfsemi félagsþjónustunnar. Nefndin bendir á hugsanlega hagræðingarmöguleika fyrir sveitarfélagið að ganga til samninga við félag eldri borgara um tómstundastarfið í Hlymsdölum.

10.Landsþing Þroskahjálpar 2015

201510118

Ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015 lagðar fram til kynningar.

11.Viljayfirlýsing um atvinnumál fatlaðs fólks.

201510119

Viljayfirlýsing velferðarráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, um framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks er lögð fram til kynningar. Félagsmálastjóra er falið að fá kynningu á þeim breytingum sem hugsanlega verða fyrir sveitarfélagið í kjölfar viljayfirlýsingarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?