Fara í efni

Félagsmálanefnd

131. fundur 17. desember 2014 kl. 12:00 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Starfsáætlun félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015

201409118

Drög að starfsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2015 lögð fram og samþykkt.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð 2015

201412050

Drög að uppfærðum reglum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um fjárhagsaðstoð lagðar fram og samþykktar þó með breytingu er varðar 17. gr. reglnanna, þar sem fram kemur að undanþágur séu afgreiddar af félagsmálanefnd í stað verkefnastjóra félagsþjónustunnar.

3.Ferðaþjónustubíll fatlaðra

201411138

Umræður um ferðaþjónustubíl Fljótsdalshéraðs. Viðgerðarkostnaður hefur farið vaxandi sl. tvö ár og er kostnaðurinn um ein milljón króna það sem af er þessu ár og fyrirsjáanlegar frekari viðgerðir. Bíllinn er bakhjóladrifin og erfiður í notkun yfir vetrartímann auk þess sem ekki er lyftubúnaður í bílnum og þurfa starfsmenn því að nota handafl til að koma hjólastólum inn og út úr bílnum. Félagsmálanefnd telur að endurnýjunar sé þörf á ferðaþjónustubíl sveitarfélagsins og felur félagsmálastjóra að kanna möguleika á endurnýjun ferðaþjónustubílsins.

4.Reglur um ferðaþjónustu 2015

201412058

Drög að breyttum reglum vegna ferðaþjónustu lagðar fram og samþykktar.

5.Gjaldskrá ferðaþjónustu 2015

201411136

Drög að breyttri gjaldskrá um ferðaþjónustu lögð fram og samþykkt. Í ljósi þess að almenningssamgöngur verða gjaldfrjálsar á Fljótsdalshéraði frá 1. janúar 2015, verður ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk í þéttbýli einnig gjaldfrjáls.

6.Reglur og gjaldskrá fyrir Hlymsdali 2015

201412057

Drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir Hlymsdali lögð fram. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar með tillögu um að endurskoðun fari fram á gjaldskrám um útleigu á húsnæði sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?