Fara í efni

Félagsmálanefnd

138. fundur 23. september 2015 kl. 12:30 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndarmál

1406083

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu

2.Fjárhagsaðstoð jan-ágúst 2015

201509047

Eðli og umfang fjárhagsaðstoðar/styrkja sem veittir hafa verið á Fljótsdalshéraði og aðildarsveitarfélögunum á tímabilinu janúar til og með ágúst 2015 lagt fram til kynningar.

3.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu 2015

201504089

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu átta mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 13.888.716.

4.Móttaka flóttafólks

201508099

Á fundi bæjarráðs þann 7. september sl. var samþykkt að fela félagsmálanefnd að skoða hvernig hægt væri að standa að móttöku flóttamanna að hálfu sveitarfélagsins, með því að vera í sambandi við Velferðarráðuneytið og kanna með hvaða hætti Fljótsdalshérað gæti helst stutt við málið. Formaður félagsmálanefndar hefur verið í sambandi við ráðuneytið sem upplýsti að senn verður haldinn fundur með þeim sveitarfélögum sem sýnt hafa áhuga á móttöku flóttamanna til landsins. Fljótsdalshérað er meðal þeirra sveitarfélaga sem boðuð verða til slíks fundar.

5.Reglur og gjaldskrá fyrir Hlymsdali 2015

201412057

Drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir afnot af Hlymsdölum lagðar fram og samþykktar.

6.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndarmála 2015

201502127

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs fyrir tímabilið janúar til og með ágúst 2015 lagðar fram til kynningar. Alls bárust 43 tilkynningar vegna 38 barna. Flestar eru tilkynningarnar vegna ofbeldis á börnum eða 16 talsins, 12 tilkynninganna eru vegna áhættuhegðunar barns og átta vegna vanrækslu.

7.Rekstraráætlun félagsþjónustunnar 2015

201404072

Rekstraráætlun ársins 2016 tekin til umræðu.

8.Barnaverndarmál

201509087

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

9.Beiðni um þátttöku í kostnaði í rekstri sumarbúða.

201509089

Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyri tekin fyrir og synjað.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?