Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

523. fundur 24. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir ýmsa kosti varðandi færanlegt húsnæði sem hægt væri að nýta sem viðbótarhúsnæði, við leikskóla þegar tímabundnar aðstæður kalla á aukarými. Einnig hafa verið skoðaðir möguleikar varðandi leiguhúsnæði, til að leysa málin á komandi skólaári, þar sem leikskólar eru fullsetnir og vöntun á plássum fyrir börn á leikskólaaldri.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með fræðslustjóra og fræðslunefnd.

Ræddir valkostir varðandi geymsluhúsnæði fyrir söfnin í safnahúsinu.
Bæjarstjóra falið að taka saman yfirlit yfir ýmsa valkosti varðandi geymsluhúsnæði fyrir Minja- og Skjalasafnið.

2.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

202002017

Björn kynnti fundargerð síðasta fundar nefndarinnar og fór jafnframt yfir stöðu mála varðandi Covid 19, skimanir, sóttvarnir, smit og fleira.

3.Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga

202008112

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?