Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

516. fundur 08. júní 2020 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins á árinu.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir starfsemina síðustu mánuði og viðbrögð sveitarfélagsins við henni.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

202005185

Guðlaugur fór yfir samantekin drög að rammaáætlun Fljótsdalshéraðs 2021, eftir að nefndir hafa skilað inn sínum áætlunum. Einnig farið yfir nokkrar breytingatillögur að framkvæmdaplani næstu ára, eins og umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur sett þær fram.
Gert er ráð fyrir að Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Djúpavogshreppur vinni einnig sambærilegar rammaáætlanir hvert fyrir sig, en síðan verði þeim steypt saman í eina áætlun á haustmánuðum.
Áætlunin er áfram í vinnslu og verður lögð fram tillaga á næsta fundi bæjarráðs.

3.Fundir bæjar- og sveitastjóra á Austurlandi

202006011

Lagt fram til kynningar.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

202002017

Lagt fram til kynningar.

5.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2020

202003063

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Bæjarráð vekur jafnframt athygli bæjarfulltrúa á því að hægt verður að óska eftir aðgangi að streymi frá fundinum.

6.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

202006013

Fjármálastjóra falið að svara erindinu.

7.Ísland ljóstengt

201709008

Lagt fram til kynningar.

8.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2019

202005216

Lagt fram til kynningar.

9.Byggingarnefnd menningarhúss

202005214

Í vinnslu.

10.Átak í fráveituframkvæmdum

202006024

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

11.Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2020

202006025

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál

202005218

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?