Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

514. fundur 18. maí 2020 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál varðandi rekstur sveitarfélagsins og einnig kynnti hann nýjustu þjóðhagsspá bankanna fyrir næsta ár. Sömuleiðis bætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri við ýmsum upplýsingum varðandi stöðuna á svæðinu sem SSA hefur tekið saman og einnig breytingar á opnun milli sóttvarnarhólfa á skrifstofu.

2.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

202002016

Lagt fram til kynningar.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

202002017

Lagt fram til kynningar.

4.Stjórn SSA, fundargerðir 2020

202004137

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

202001052

Lagt fram til kynningar.

6.Ísland ljóstengt

201709008

Lagt fram til kynningar.

7.Borgarfjarðarvegur, Eiðar - Laufás

202004201

Kynntar frekari upplýsingar frá Vegagerðinni varðandi framkvæmdir og fjármögnun Borgarfjarðarvegar frá Eiðum að Laufási.
Fram kom að úr sérstöku flýtifjármagni á þessu ári er veitt 30 milljónum í hönnun þessa vegar, en gert er ráð fyrir fjármagni til framkvæmda á árunum 2021 og 2022.

8.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

202004128

Í vinnslu.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál.

202004200

Bæjarráð vísar til fyrri umsagnar Fljótsdalshéraðs um frumvarpið frá 24.02. 2020.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

202005037

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur þunga áherslu á að löggjöfin tryggi jafnt eldsneytisverð um land allt hvort sem um er að ræða eldsneyti á bifreiðar, flugvélar innanlands eða í millilandaflugi eða önnur farartæki.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

202005032

Í vinnslu.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum, 776. mál.

202005127

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs vísar til umsagnar Sambandsins um málið og leggur ríka áherslu á að stuðningi ríkisins við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga verði komið á og þá skoðað sérstaklega með mögulega endurgreiðslu virðisaukaskatts af þeim framkvæmdum.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga, 717. mál.

202005140

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

202005144

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?