Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

506. fundur 16. mars 2020 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Kári Óla kemur mætir á fundinn um kl. 8:30

1.Fjármál 2020

202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynntu nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins.

Kári Ólason verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi snjómokstur í sveitarfélaginu fyrstu mánuði ársins, en þessi tími hefur verið óvenju þungur hvað þessa þjónustu varðar.

2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 31

2003007F

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

3.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2020

202002124

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

202001052

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

202002017

Björn fór yfir helstu verkefni varðandi viðbrögð við Kórónaveirunni, bæði á vegum almannavarna og einnig sveitarfélagsins. Einnig farið yfir ýmsar leiðir til að reyna að lágmarka smit milli einstaklinga, bæði varðandi starfsmenn, kjörna fulltrúa og íbúa sveitarfélagsins almennt.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Hér vék Stefán Bogi af fundi en Gunnhildur Ingvarsdóttir tók sæti hans.

6.Aðalfundur Ársala bs 2020

202002128

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Ársala bs 2020

202002095

Lagt fram til kynningar.

8.Krabbameinsforvarnir og þjónusta við krabbameinssjúklinga

202001063

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningi við Krabbameinsfélagið varðandi vinnuaðstöðu fyrir starfsmann þess.

9.Hreindýraráð, beiðni um sameiginlega tilnefningu

202003062

Bæjarráð leggur til við stjórn SSA að hún skipi sameiginlegan fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu í Hreindýraráð, líkt og gert var 2016.

10.Viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu

202003069

Björn kynnti viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu, 1. útgáfu frá 13. mars.
Viðbragðsáætlun þessi er birt á heimasíðu sveitarfélagsins og þar öllum opin til skoðunar.

11.Starfsáætlun bæjarráðs 2020

202003068

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög sem verða kynnt á næsta bæjarstjórnarfundi.

12.Samráðsgátt, reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns

202002076

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs gerir athugasemd við þá þætti í reglugerðardrögunum sem snúa að rafrænni gagnavörslu og áherslum á aukið eftirlit, þar sem þessir þættir munu hafa í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir héraðsskjalasöfn. Æskilegt er að fram fari greining á fjárhagslegum áhrifum þessa á sveitarfélög og hvernig við þeim verði brugðist.
Að öðru leyti er vísað til umsagnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga um málið.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?