Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

503. fundur 02. mars 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.
Magnús Jónson endurskoðandi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðuna í vinnu við gerð ársreiknings 2019.

2.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2020

202002124

Fram kom að aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella er boðaður nk. föstudag 6. mars kl. 17:00.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúar fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum og skiptist það jafnt á þá sem mæta til fundar. Sé bæjarfulltrúi forfallaður er honum heimilt að kalla til varabæjarfulltrúa í sinn stað, sem fer þá með atkvæði hans.

3.Aðalfundur Ársala bs 2020

202002128

Lagt fram aðalfundarboð Ársala sem boðaður er 10. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með atkvæði og umboð sveitarfélagsins á fundinum og að Óðinn Gunnar Óðinsson verði hans varamaður.

4.Sameininganámsferð til Bergen

202002126

Lagt fram til kynningar.

5.Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi - kynning

202002033

Lagt fram til kynningar.

6.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.

202002122

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur ítrekað komið því sjónarmiði á framfæri að málefni Reykjavíkurflugvallar séu ekki einkamál Reykjavíkurborgar, heldur snerti þjóðina alla.
Því er eðlilegt að kjósendur á öllu landinu fái að taka afstöðu til framtíðar hans.

7.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.

202002123

Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, 323. mál.

202002120

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?