Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

499. fundur 03. febrúar 2020 kl. 08:15 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjaritari

1.Fjármál 2020

202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir bæjarráði nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins bæði í lok síðasta árs og einnig á fyrsta mánuði þessa árs.

2.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

201808087

Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður undirbúningsnefndar fyrir leikskólabyggingu í Fellabæ mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir vinnu og hugmyndir sem ræddar hafa verið og upplýsti fundarmenn um stöðuna.
Bæjarráð beinir því til byggingarnefndar að leikskóli sá sem byggður verður hýsi þrjár deildir og ekki sé ástæða til að gera ráð fyrir stækkun byggingarinnar.

3.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

202001136

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að uppfærsla húsnæðisáætlunar eigi sér stað að lokinni fyrirhugaðri sameiningu og yrði þá gefin út sameiginlega fyrir nýtt sveitarfélag.

4.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

201912075

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti svar frá Landsneti varðandi fyrirspurn um útskipti á loftlínum fyrir jarðstrengi á Héraði, sem barst á bæjarstjórnarbekknum. Bæjarstjóra falið að koma þeim upplýsingum á framfæri við fyrirspyrjenda.

5.Samstarf um heilsueflingu

201912050

Farið yfir upphaf og undirbúning að þessu fyrirhugaða samstarfi HSA og sveitarfélaganna varðandi heilsueflingu og kynnt drög að samningi um verkefnið.
Bæjarstóra falið að koma á framfæri tillögu að breytingu á samningum sem rædd var á fundinum og honum síðan veitt umboð til að undirrita samninginn þannig breyttan.

6.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Farið yfir reynslu af mætingu íbúanna síðustu mánuði og tillögur að viðverutíma út frá henni.
Bæjarráð leggur til að tímabilið febrúar til og með apríl, verði viðvera bæjarfulltrúa og starfsmanna á fimmtudögum frá kl. 14:00 til kl. 18:00.

7.Minjasafn Austurlands, viðbótarframlag

202001135

Farið er fram á viðbótarframlag frá aðildarsveitarfélögunum Minjasafnsins vegna rekstrar ársins 2019 upp á rúmar 2,5 milljónir kr, en sá halli skýrist að mestu leyti af endurskoðun á starfsmati og afturvirkri leiðréttingu á launum starfsmanna í tengslum við það.
Bæjarráð samþykkir erindið fh. Fljótsdalshéraðs og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að útfæra greiðslur sveitarfélagsins á viðbótarframlaginu.

8.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum, húsnæðismál

202001041

Farið yfir fyrstu hugmyndir að útfærslu á mögulegri viðbyggingu við grunnskólann á Egilsstöðum fyrir tónlistarskóla og frístund, en þær hugmyndir hafa verið í umræðu og skoðun síðasta ár.
Bæjarráð samþykkir að boða til umræðufundar um þá hugmynd sem liggur fyrir. Á þann fund verði boðaðir fulltrúar í fræðslunefnd, fulltrúar starfshóps um húsnæðismál Egilsstaðaskóla og tónlistarskóla, bæjarráð og þeir starfsmenn sem komið hafa að undirbúningi.
Bæjarstóra falið að finna fundartíma og fundarstað.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál

202001146

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

202001145

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?