Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

496. fundur 13. janúar 2020 kl. 08:30 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál varðandi rekstur sveitarfélagsins á síðasta ári. Einnig fór hann yfir helstu fjárfestingar á síðasta ári og kostnað við þær.
Fram kom hjá Guðlaugi að samkvæmt íbúaskrá eru íbúar Fljótsdalshéraðs 3620 nú í byrjun árs 2020. Einnig kom fram að atvinnuleysi er skráð svipað og á sama tíma og á síðasta ári.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór einnig yfir fund sem hann átti í Reykjavík fyrir helgina með Landsvirkjun.

2.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

202001052

Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF mætti undir þessu lið og fór yfir hugmyndir að ljósleiðaralögnum í dreifbýli Fljótsdalshéraðs og kostnað við þær samkvæmt nýjustu endurskoðuðum áætlunum.
Rætt um ýmsa möguleika sem þarf að skoða áður en verkefnið heldur áfram.
Bæjarstjóra og hitaveitustjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og funda með Fjarskiptasjóði um framhald verkefnisins.
Einnig var farið yfir nokkur önnum mál sem fram koma í fundargerð stjórnar HEF.
Aðalsteini svo þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

201912075

Björn Ingimarsson bæjarstjóri greindi frá þeim viðbrögðum sem hann hefur fengið við þeim málum sem honum var falið að kanna, í framhaldi af erindum sem bárust á bæjarstjórnarbekknum 14. des. sl.
Málin að öðru leyti í vinnslu.

4.Reglur um tilkynningu og samþykkt á rafrænum gagnasöfnum og skilum afhendingarskyldra aðila til umsagnar

201912078

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gangast fyrir því að teknar verði saman upplýsingar um áhrif nýrra reglna á skjalavistun hjá sveitarfélaginu annars vegar og Héraðskjalasafni Austfirðinga hins vegar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?