Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

494. fundur 16. desember 2019 kl. 08:15 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 04. desember 2019.

Í upphafi fundar var óskað eftir að nýtt mál væri tekið á dagskrá fundar undir heitinu Almannavarnanefnd og er það númer 13. Samþykkt samhljóða.

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri fóru yfir og kynntu bæjarráði nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124

1912006F

Fundargerðin lögð fram.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 283

1912007F

Fundargerðin lögð fram.

4.Félagsmálanefnd - 179

1910025F

Fundargerðin lögð fram.
  • 4.1 201910144 Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 4.2 201910145 Styrkbeiðni Stímamóta fyrir árið 2020
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 4.3 201911047 Nýting á athvarfi ef einstaklingur er með lögheimili í umdæmi Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.4 201912018 Gjaldskrá stuðningsforeldra 2019
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð framkomnar breytingar á gjaldskrá stuðningsforeldra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.5 201912037 Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2020
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs með breytingum sem gerðar hafa verið á uppsetningu skjalsins. Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og taka gildi 1. janúar 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.6 201911025 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.7 201912040 Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Fljótsdalshéraði 2020
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Fljótsdalshéraði með breytingum sem gerðar hafa verið á uppsetningu skjalsins. Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og taka gildi 1. janúar 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.8 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar

201911041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Samstarf um heilsueflingu

201912050

Bæjarráð þakkar erindið og þiggur að fulltrúar HSA komi til fundar með bæjarráði til að fara nánar yfir efni þess. Bæjarstjóra er falið að finna heppilegan fundartíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vatnsgjald

201911065

Í vinnslu.

8.Styrkbeiðni til starfa vetrarins

201909134

Lögð fram drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ungs Austurlands, þar sem samið er um að sveitarfélagið styrki Ungt Austurland árið 2020 um kr. 360.000 gegn aðkomu félagsins að nokkrum tilgreindum verkefnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir samninginn og verður kostnaður vegna hans færður á lið 21.50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Innleiðing persónuverndarlöggjafar

201805015

Lögð fram uppfærð verkáætlun vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar hjá Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhreppi, Seyðisfjarðarkaupstað og Djúpavogshreppi.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að framlengja ráðningu verkefnastjóra innleiðingar persónuverndarlöggjafar til loka febrúar 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.MS Egilsstaðir, fráveituvatn

201912064

Kynnt erindi frá MS Egilsstöðum, þar sem fram kemur að búið er að setja upp búnað til að vinna prótein úr þeirri mysu sem til fellur í mjólkurstöðinni og er sú vinnsla að komast í fullan gang. Einnig er áfram keyrð skilvinda sem á að taka fituna úr þeim vökva sem fer frá mjólkurstöðinni í frárennsli sveitarfélagsins.
MS mun kynna þessar lausnir frekar fyrir bæjaryfirvöldum í byrjun næsta árs.

Lagt fram til kynningar.

11.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

201912075

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti þau erindi sem fram komu á bæjarstjórnarbekknum þann 14. desember sl.

Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindum til starfsfólks og nefnda sveitarfélagsins, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaga, eftir því sem við á.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Frístund 2019-2020

201909022

Lagt fram til kynningar.

13.Almannavarnarnefnd

201012066

Farið var yfir viðbrögð við óveðri liðinnar viku og afleiðingar þess.
Bæjarráð beinir því til Almannavarnanefndar Austurlands að gerð verði greining á stöðu landshlutans þegar kemur að því að takast á við óveður sambærilegu því sem reið yfir landið í síðustu viku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

201911040

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur almennt undir þær áherslur er fram koma í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um umrædd frumvarpsdrög en þó einkum hvað varðar nýtingu náma og annarra jarðefna sem og athugasemdir varðandi möguleg áhrif á skipulag haf- og strandsvæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034, 435. mál

201912044

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn sem verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

201912043

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn sem verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Samráðsgátt. Drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga

201912062

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn sem verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?