Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

491. fundur 25. nóvember 2019 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir breytingar á nokkrum gjaldskrám sem afgreiddar hafa verið hjá fagnefndum og þarf að samþykkja á næsta bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundi. Einnig farið yfir reglur um afslátt á fasteignagjaldi til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 28

1911011F

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.
  • 2.1 201903151 Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2019

3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 29

1911015F

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.
  • 3.1 201903151 Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2019

4.Fundargerð SvAust 30. október 2019

201911086

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir málefni fundarins, m.a. bæði samninga við Vegagerðina og Alcoa. Einnig voru almenningssamgöngur í fjórðungnum ræddar nokkuð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

5.Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar

201911041

Björn fór yfir nokkur mál sem rædd voru á síðasta fundi undirbúningsstjórnar. Fram kom að stefnt er að því að undirbúningstjórnin fundi að jafnaði annan mánudag hvers mánaðar. Stefnt er að því að kjördagur vegna nýrrar sveitarstjórnar verði 18. apríl. 2020.

6.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

201806082

Stefán Bogi fór yfir málið. Búið var að senda endurskoðaða samþykkt Fljótsdalshéraðs til staðfestingar í ráðuneytinu, en staðfesting hefur ekki farið fram.
Vegna niðurstöðu úr sameiningarkosningum í haust leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að ósk um staðfestingu ráðherra á nýrri samþykkt verði afturkölluð. Jafnframt að gögnum úr vinnu við endurskoðun samþykktarinnar verði vísað til undirbúningsstjórnar í tengslum við gerð samþykktar fyrir nýtt sveitarfélag.



7.Fundir bæjarstjórnar

201903109

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að fundir bæjarstjórnar 18. desember og 1. janúar verði felldir niður vegna jólaleyfis. Jafnframt að bæjarstjórn veiti bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild mála frá 5. desember til og með 6. janúar.

8.Vatnsgjald

201911065

Fjármálastjóra og bæjarstjóra falið að taka saman svar við erindinu í samráði við framkvæmdastjóra HEF.
Málið verður tekið aftur fyrir á fundi bæjarráðs 9. desember.

9.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

201808087

Björn fór yfir stöðu mála. Samþykkt að stefna að því að skipa byggingarnefnd leikskólans Hádegishöfða á næsta fundi bæjarráðs. Nefndin verði skipuð 5 fulltrúum, einum frá hverju framboði og einum fulltrúa tilnefndum af foreldraráði.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram að öðru leyti.

10.Sveitir og jarðir í Múlaþingi

201910184

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður Búnaðarsambands Austurlands mætti á fundinn til að fara yfir málið og gefa bæjarráði frekari upplýsingar um verkefnið. Fram kom að Búnaðarsambandið er að þróa verkefnið og er í viðræðum við sveitarfélög á svæðinu og ýmsa aðila sem að því munu koma.
Í framhaldi af umræðum á fundinum verða teknar saman frekari upplýsingar um útfærslu verkefnisins, sem verða teknar aftur fyrir í bæjarráði þegar þær liggja fyrir.

11.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs.

201911088

Bæjarráð samþykkir að skipa Óðinn Gunnar Óðinsson sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og að hann fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins þar. Varamaður hans verði Stefán Bogi Sveinsson.

12.Ósk um stuðning, Náttúruverndarsamtök Austurlands 50 ára

201911085

Lögð fram styrkbeiðni Náttúruverndarsamtaka Austurlands vegna 50 ára afmælis þeirra á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að vísa beiðninni til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.

13.Styrkbeiðni til starfa vetrarins, Ungt Austurland

201909134

Farið yfir fund sem fulltrúar Ungs Austurlands áttu með bæjarfulltrúum fyrir síðasta bæjarstjórnarfund og umræður þar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að setja upp drög að samstarfssamningi milli sveitarfélagsins og Ungt Austurland, sem lagður verði fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

14.Beiðni um svör vegna mála hjá skipulags- og umhverfissviði

201911081

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara yfir málið og taka saman svör við fyrirspurnum bréfritara, sem verða svo lögð fyrir bæjarráð.

15.Hallormsstaðaskóli

201911089

Bryndís Fiona Ford skólameistari mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti Hallormsstaðaskóla og þær breytingar sem hafa orðið á starfsemi og kennsluháttum þar á síðustu mánuðum.
Eftir góða yfirferð yfir stöðuna var Bryndísi þökkuð koman og veittar upplýsingar.

16.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.

201911074

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?