Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

490. fundur 18. nóvember 2019 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og undirbúningi að vinnu við sameiningu sveitarfélaganna, sem mun taka töluverðan tíma hjá starfsmönnum stjórnsýslunnar og fleiri starfsmönnum sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

201905074

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir lítilsháttar breytingar sem fram hafa komið frá fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Einnig fór hann yfir upplýsingar úr fjárhagsáætlunum annarra sveitarfélag og bar saman við áætlun Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020, ásamt þriggja ára áætlun 2021-2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2019

201911007

Björn Ingimarsson fór yfir málefni fundarins og umræður sem þar fóru fram.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Fundur Almannavarnarnefndar 15.10.2019

201911049

Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til að taka þátt í kostnaði við starfsmann í hlutastarfi, sem sinni verkefnum fyrir almannavarnarnefnd.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

5.Sveitir og jarðir í Múlaþingi

201910184

Bæjarráð óskar eftir að fá forsvarsmenn Búnaðarsambandsins til fundar sem fyrst, til að fara yfir verkefnið og er bæjarstjóra falið að koma þeim fundi á.

6.Frístund 2019-2020

201909022

Björn Ingimarsson sagði frá vinnu starfshópsins og þeim hugmyndum sem þar er unnið með.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

201911040

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umsagnar og mun síðan taka það fyrir aftur á fundi bæjarráðs 2. des.

8.Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,

201911054

Bæjarráð mun ekki gera umsögn um frumvarpið að svo komnu máli.

9.Frumvarp um breytingu laga almannatrygginga almenna íbúða.

201911055

Bæjarráð styður þær hugmyndir sem fram koma í frumvarpinu.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?