Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

478. fundur 19. ágúst 2019 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

201901002

Lagt fram til kynningar.

2.Lánasamningur nr. 1909_51

201908077

Lagður fram lánasamningur nr. 1909-51 við Lánasjóð sveitarfélaga upp á kr. 100 milljónir, sem er í samræmi við fyrri kynningar í bæjarráði. Þetta er að stærstum hluta samkvæmt lántökuáformum í fjárhagsáætlun ársins 2019. Fjármálastjóra falið að leggja fram viðauka á næsta bæjarstjórnarfundi upp á 30 milljónir kr. vegna aukningar á lántökuheimild ársins 2019, til fjármögnunar framkvæmda.
Samþykkt samhljóða.

3.Frístund við Egilsstaðaskóla 2019-2020

201903037

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um frístundastarf, sem skipaður hefur verið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og felur bæjarstjóra að koma því í hendur starfshópsins.

4.Íbúðir Dalseli 1-5

201908069

Lagt fram erindi þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins til kaupa á íbúðarhúsnæði til útleigu.
Bæjarstjóra falið að fara yfir þörfina, svo sem með starfsmönnum félagsþjónustunnar.

5.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Farið yfir drög að skipulagi vegna viðveru starfsmanna og kjörinna fulltrúa í Miðvangi 31 út október 2019.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skipulag, en viðkomandi aðilar verða að útvega varamenn fyrir sig ef þeir geta ekki mætt á tilteknum dögum.

6.Samráðsgátt - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, S-206/2019

201908068

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, S-206/2019. Umsagnarfrestur er til 10. september.
Farið yfir nokkra liði áætlunarinnar og stefnt að því að skila umsögn eftir fund bæjarráðs 2. sept. nk.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?