Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

475. fundur 01. júlí 2019 kl. 08:15 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, samkvæmt umboði bæjarstjórnar frá 8. maí 2019.
Steinar Ingi var í símasambandi við fundinn frá Reykjavík og Stefán Bogi stjórnaði fundi.

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115

1906016F

Lagt fram.
  • 2.1 201901205 Landbótasjóður 2019
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var tekin fyrir fundargerð 149. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd um mikilvægi þess að bætt verði úr fráveitumálum Mjólkursamsölunnar á Egilsstöðum í samræmi við þau áform og tímaramma sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa kynnt fyrir bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var greinargerð deiliskipulags miðbæjarins. Gunnar Jónsson vakti athygli á vanhæfi sínu og vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (G.J.)
  • 2.5 201904199 Lausaganga geita
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Furuvöllum 11. Erindið var grenndarkynnt þann 23. maí. sl. ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð umsóknina í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Óskað er eftir að umsögn um breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps ásamt umhverfisskýrslu, tillaga er á vinnslustigi

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um stofnun fasteigna úr landi Vallarness og umsögn um landskipti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð stofnun lóða og að jafnframt verði gefinn jákvæð umsögn við tilgreindum landskiptum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Tekin fyrir ósk Orkusölunnar ehf. um afstöðu bæjarstjórnar til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun, ákvörðun um gerð deiliskipulags og stöðu aðalskipulags.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð gerir á þessum tímapunkti ekki athugasemdir við áform Orkusölunnar og telur þau í samræmi við gildandi aðalskipulag fyrir svæðið. Bæjarráð heimilar framkvæmdaaðila að vinna deiliskipulag fyrir svæðið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vera í sambandi við Orkusöluna um næstu skref í málinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Til umfjöllunar er leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Grásteins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Tekinn fyrir samningur og yfirlýsing um afnotarétt af landi Fljótsdalshéraðs vegna strenglagningar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að hafa eftirfarandi þætti í huga við gerð samnings við Landsnet:
    Að uppbygging hafi ekki áhrif á áform um notkun á svæði til útivistar í Miðhúsaskógi og nærsvæði.
    Að ekki verði aukið við varanleg ummerki á svæðinu, svo sem línuvegi og öðru því raski sem fylgir uppbyggingu línunnar.
    Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að undirrita samningsdrögin með hliðsjón af framangreindum þáttum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um lóðina Fjóluhvamm 4a og b ásamt ósk um breyting á lóð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að úthluta viðkomandi lóðum í samræmi við það sem fram kemur í bókun nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Náttúruverndarnefnd - 13

1906012F

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201811150 Ósk um breytingu aðalskipulags, Geitdalsvirkjun
    Bókun fundar Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.
  • 3.2 201906102 Stuðlagil á Jökuldal - Bókun stjórnar NAUST
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarráð fagnar áformum um bætta aðkomu og aðstöðu við Stuðlagil, en tekur einnig undir að mikilvægt er að horft sé heildstætt á verndargildi svæðisins og að framkvæmdir taki mið af því.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Málið er í vinnslu að öðru leyti.
  • 3.3 201902089 Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði
    Bókun fundar Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.
  • 3.4 201905146 Landskemmdir í tengslum við byggðarlínu
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.5 201807038 Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.6 201809020 Kolefnisjöfnun Fljótsdalshéraðs
    Bókun fundar Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.
  • 3.7 201906103 Starfs- og fjárhagsáætlun náttúruverndarnefndar 2020
    Bókun fundar Á fundi náttúruverndarnefndar var ræddur undirbúningur að gerð starfs- og fjárhagsáætlunar nefndarinnar fyrir árið 2020. Náttúruverndarnefnd beinir því til bæjarráðs að nefndinni verði markað fjármagn til að sinna verkefnum sínum og að hún vinni eigin fjárhagsáætlun fyrir 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarráð samþykkir að vísa tilmælum nefndarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar á komandi hausti

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.8 201906037 Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni 2020
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.9 201905090 Styrkir, norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytini, NBN
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.10 201905175 Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2019
    Bókun fundar Í vinnslu.

4.Félagsmálanefnd - 173

1906015F

Fundargerðin lögð fram.

Liðir 1 og 2 koma ekki fram í fundargerð.
Liður 1, dagvist aldraðra í vinnslu.
Liður 2, barnaverndarmál fært í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
  • 4.3 201906121 Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.4 201906024 Málavog í vinnslu barnaverndarmála - beiði um samstarf
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.5 201906122 Lögmæt skilyrði um lágmarks búsetu í sveitarfélagi til þess að eiga rétt á félagsþjónustu
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.6 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
    Bókun fundar Lagt fram.

5.Fundargerð 872. fundar stjórnar sambandsins Íslenskra sveitarfélaga

201906147

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra sambandsins um fyrirkomulag tilnefninga í nefndir á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

6.Fundargerð 150. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201906160

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð 870. fundar Sambands íslenskra sveitafélaga

201904189

Lagt fram til kynningar.

8.Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga

201906149

Fyrir liggur samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga vegna erindis ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga.

Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að taka saman upplýsingar um málið og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

9.Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

201906150

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar því frumkvæði sem Samband ísl. sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn telur brýnt að ríkið og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

Fljótsdalshérað hefur þegar sett á fót starfshóp sem vinnur að endurskoðun umhverfisstefnu sveitarfélagsins og mun hafa hliðsjón af heimsmarkmiðunum í sinni vinnu. Einnig mun sveitarfélagið hafa heimsmarkmiðin til hliðsjónar við boðaða endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Björn fór yfir ferð hans og Freys Ævarssonar til Hamar í Noregi, sem þeir fóru í síðustu viku til að kynna sér aðstæður og starfsemi samfélagssmiðju þar.
Einnig farið yfir drög að opnun samfélagssmiðju á Fljótsdalshéraði eftir sumarfrí.

Málið er áfram í vinnslu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Kambur

201905073

Fyrir fundinum liggja athugasemdir umsækjenda, vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á síðasta fundi hennar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

12.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Teigaból

201905139

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Teigabóli Fellum. Umsækjandi er Einar Örn Guðsteinsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 7 gesti. Ekki liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


13.Breytingarumsókn á gildandi rekstrarleyfi - Vínland

201906017

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um breytingu á rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Vínlandi. Umsækjandi er Stísa ehf, Ásdís Sig Björnsdóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 1. mgr. 12. gr. og 1. tl. 4. mrg. 10 gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsögn um textadrög um miðhálendisþjóðgarð

201906167

Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda við almenning (www.samradsgatt.is). Umsagnarfrestur er til 13. ágúst.
Fyrir fundinum liggur umsögn sambands ísl sveitarfélaga um málið.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?