Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

468. fundur 29. apríl 2019 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir ýmis mál tengd sameiningarmálum.

2.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

201808087

Farið yfir upplýsingar frá byggingarnefndinni og ýmis vinnugögn sem hafa verið til skoðunar.
Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði áfram að uppbyggingu leikskóla í Fellabæ, og samþykkir að skoðaðir verði fleiri kostir en viðbygging við Hádegishöfða.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að fá aðila að verkefnastjórn vegna byggingarframkvæmda. Á næsta fundi mun bæjarráð skipa fulltrúa í nýja byggingarnefnd, þar sem verður fulltrúi frá hverju framboði, auk áheyrnarfulltrúa frá foreldararáði og starfsfólki leikskólans Hádegishöfða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Landbótasjóður 2019

201901205

Lagt fram erindi frá Baldri Grétarssyni, þar sem hann biðst lausnar sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs í ráðgjafanefnd Landbótasjóðs.
Bæjarráð vísar skipan nýs fulltrúa til bæjarstjórnar.

4.Áskorun um að gjalda varhug við áform um virkjanaframkvæmdir

201904185

Lagt fram til kynningar.

5.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2019

201904186

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sumarleyfi bæjarstjórnar 2019, verði frá síðari fundi bæjarstjórnar 19. júní og til og með 12. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður 21. ágúst.

6.Lög um opinber innkaup

201904191

Fram kom að gildandi reglur Fljótsdalshéraðs um opinber innkaup gera ráð fyrir að notaðar séu þær viðmiðunartölur sem ný lög um opinber innkaup segja til um.
Ábendingum um námskeið um opinber innkaup verður komið á framfæri við innkauparáð sveitarfélagsins og umsjónarmann fasteigna.

7.Ársfundur Austurbrúar ses. 2019

201904192

Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Austurbrúar sem haldinn verður í Valaskjálf þann 7. maí n.k. Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Bæjarráð minnir á málþing tengt flugmálum sem haldið verður í Valaskjálf 6. maí kl. 13:00 - 17:00.

8.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.

201904107

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og felur bæjarstjóra að taka saman fyrirliggjandi gögn um málið.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkusstofnun sem og þingsályktunartillögu stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, mál 782, 791 og 792

201904109

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.

201904098

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.

201904101

Fyrir fundinum liggja drög að umsögn sem bæjarstjóri hefur tekið saman um málið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur bæjarstjóra að ljúka frágangi hennar og senda til nefndarsviðs Alþingis.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?