Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

465. fundur 01. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti nokkur fjármálatengd mál. Einnig fór hann yfir fundi sem hann átti í Reykjavík í lok síðustu viku, m.a. með arkitektum sem komið hafa að tillögum að endurbótum við íþróttamiðstöðina.

2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 27

1903019F

Fundargerðin staðfest.
  • 2.1 201903151 Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2019

3.Fundargerð SvAust 26. mars 2019

201903159

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 52. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

201903164

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 53. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

201903162

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð 254. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201903163

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2019

201903071

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð 255. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201903181

Lagt fram til kynningar.

9.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

201812006

Með vísan í bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar frá síðasta fundi hennar, beinir bæjarráð því til bæjarstjórnar að hún tilnefni fjóra fulltrúa, einn frá hverju framboði, á næsta fundi sínum í starfshóp um endurskoðun umhverfisstefnu Fljótsdalshéraðs. Einnig skipi ungmennaráð allt að þrjá fulltrúa í hópinn og verkefnisstjóri umhverfismála starfi með hópnum.

10.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum

201903179

Lögð fram drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Fljótsdalshéraðs, sem persónuverndarfulltrúi hefur lagt fram.
Bæjarráð óskar eftir því að skjalastjóri og umsjónarmaður tölvumála skoði reglurnar með tilliti til tæknilegrar útfærslu, áður en þær hljóta staðfestingu.

11.Samfellt þjónustukort fyrir allt landið

201903180

Fyrir fundinum liggja upplýsingar um vinnu Byggðastofnunar við gerð þjónustukorts sem sýni aðgengi að þjónustu, bæði opinberra og einkaaðila, um land allt. Jafnframt liggja fyrir drög að samningi milli Byggðastofnunar og Fljótsdalshéraðs um framkvæmd verkefnisins, sem eru samhljóða drögum sem send eru öllum sveitarfélögum.

Bæjarráð samþykkir fram lögð samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Jafnframt samþykkir bæjarráð að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa sem tengilið sveitarfélagsins við verkefnið.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími), 711. mál.

201903158

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?