Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

452. fundur 07. janúar 2019 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluumboð mála, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 21.11.2018.

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnson fjármálastjóri kynnti nokkur mál sem varðar rekstur sveitarfélagsins á síðasta ári. Fram kom m.a. hjá honum að íbúum fjölgaði í sveitarfélaginu á árinu 2018 um 52, samkvæmt bráðabirgðatölum.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 48

1812010F

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

  • Bókun fundar Í nýjum samningum verði lögð áhersla á að þau íþrótta- og tómstundafélög sem njóta stuðnings sveitarfélagsins vinni eftir skýrum stefnum og áætlunum hvað varðar forvarnir gegn m.a. kynferðisofbeldi, einelti og hvers konar ofbeldi. Sveitarfélagið styðji félögin í þessari vinnu með samstarfi um námskeið og fræðslu, aðgengi að ráðgjöf o.s.frv.

    Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar að öðru leyti staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

3.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2018

201809121

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 866. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201812108

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 5. fundar framkvæmdaráðs SSA 2018

201901012

Lagt fram til kynningar.

6.Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

201812035

Bæjarráð beinir því til atvinnu- og menningarnefndar að taka málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga á dagskrá með hliðsjón af nýkominni skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi héraðsskjalasafna, nýjum verkefnum sem tengjast löggjöf um persónuvernd og mögulegum sérverkefnum Héraðsskjalasafnsins fyrir Fljótsdalshérað.

7.Lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn

201812124

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og benda á hugmyndir sem koma fram í húsnæðisáætlun Fljótsdalshéraðs.

8.Opinn fundur um vindorku á vegum rammaáætlunar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

201812100

Lagt fram til kynningar.

9.Bæjarstjórnarbekkurinn 15. desember 2018

201812079

Farið yfir erindin sem bárust á bæjarstjórnarbekkinn, sem haldinn var á Barramarkaðnum um miðjan desember og þeim vísað til viðkomandi nefnda og starfsmanna eftir eðli erindanna.

10.Athugasemdir vegna póstþjónustu

201901016

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa póstsins vegna framkominna athugasemda við fyrirkomulag á þjónustu við póstdreifingu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Gistiheimilið Ormurinn - Skipalækur

201812052

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II, Gistiheimilið Ormurinn Skipalæk. Umsækjandi er Bryngeir Daði M. Baldursson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur ekki fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

12.Tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019 - 2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess

201812040

Lagt fram til kynningar.

13.Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi

201812069

Lagt fram til kynningar.

14.Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

201812070

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?