Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

449. fundur 03. desember 2018 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti fundarmönnum.
Einnig lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir Brunavarnir á Austurlandi fyrir árið 2019, þar sem gerðar eru breytingar á skiptingu fjárframlaga á milli sveitarfélaga. Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

2.Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2018

201804137

Lagt fram til kynningar.

3.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2018

201811034

Lagt fram til kynningar.

4.Sameining almannavarnanefnda á Austurlandi

201810171

Fram kom að samkomulag er orðið um að það verði ein almannavarnarnefnd fyrir Austurland, en með tveimur aðgerðastjórnstöðvum.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að skrifa undir samkomulagið fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

5.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

201811004

Lagt fram til kynningar.

6.Ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar

201811075

Undir þessum lið mættu fulltrúar foreldraráðs Hádegishöfða og Tjarnarskógar, þau Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Jarþrúður H. Júlíusdóttir og Freyr Ævarsson, auk fræðslustjóra, til fundar við bæjarráð. Hugmyndin var að fara yfir erindi frá foreldraráði, en þar var meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum varðandi ákvarðanir og undirbúning að fyrirhugaðri framkvæmd við leikskólann Hádegishöfða.
Bæjarráðsmenn og bæjarstjóri fóru yfir forsöguna og síðan var tekið gott spjall um framkvæmdina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að foreldraráðið tilnefni einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í byggingarnefnd Hádegishöfða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman drög að formlegu svari við erindi forledraráðs.

Samþykkt samhljóða með 2 atkv., en einn var fjarverandi (SIÞ)

7.Samningur um rekstur Náttúrustofu Austurlands til endurskoðunar

201709094

Lögð fram drög að nýjum samningi til 5 ára um rekstur Náttúrustofu Austurlands. Þar kemur fram að aðildarsveitarfélög muni leggja samtals fram fjárhæð sem nemur 30% af framlagi ríkisins. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti eins og þau liggja fyrir fundinum.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur

201811155

Bæjarráð mun ekki gefa umsögn um málið.
Bæjarráð fundaði með foreldraráði leikskólanna kl. 10:00.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?