Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

445. fundur 05. nóvember 2018 kl. 09:00 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerð SvAust 31. október 2018

201811003

Björn Ingimarsson kynnti mál sem rædd voru á fundinum. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2.Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða

201810167

Bæjarráð vísar til fyrri umsagna sveitarfélagsins um málið.

3.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um uppreist æru

201810161

Lagt fram til kynningar.

4.Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna

201810160

Lagt fram til kynningar.

5.Vinabæjarmót í Eidsvoll dagana 16. - 18. maí 2019

201810172

Fram kemur að boðið er til vinabæjamóts í Eidsvoll í Noregi 16. til 18. maí á næsta ári. Von er á formlegri dagskrá á næstu vikum.

6.Sameining almannavarnanefnda á Austurlandi

201810171

Björn fór yfir þær umræður sem sköpuðust um málið á síðasta fundi og einnig fyrirhugaðan fund sem haldinn verður í næstu viku.

7.Viðhald kirkjugarða

201703178

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

8.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Steinar Ingi Þorsteinsson sæki næsta samráðsfund verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins, en hann verður haldinn Ystad í Svíþjóð, ásamt tveimur fulltrúum sveitarfélagsins í verkefninu.

Undir þessum lið var rætt um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31. Áður hefur komið fram að bæjarstjórn hyggst þróa húsnæðið og umhverfi þess í samræmi við tillögur fulltrúa sveitarfélagsins í norrænu samstarfsverkefni um betri bæi 2018.
Bæjarráð þakkar þeim fulltrúum félaga- og hagsmunasamtaka sem lýst hafa áhuga á nýtingu húsnæðisins, fyrir sýndan áhuga.
Bæjarráð telur sig þó ekki geta orðið við nýtingarhugmyndum áhugafólks um samgöngutækjasafn, eða Rauða krossins, þar sem umræddar hugmyndir samþættast ekki framangreindum tillögum sem sveitarfélagið vinnur nú eftir. Sveitarfélagið lýsir þó áhuga á að halda áfram viðræðum við þessa aðila til að leita lausna á húsnæðismálum þeirra.

9.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

201811004

Farið yfir umræður á fundinum og næstu skref sem þar voru rædd. Einnig var samþykkt að skipa Stefán Boga Sveinsson, Hannes K. Hilmarsson og Gunnar Jónsson, sem varamenn í samstarfsnefndina, en varamenn voru ekki skipaðir í upphafi fyrir Fljótadalshéraðs.

10.Fjármál 2018

201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál, sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðu þeirra.

11.Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2018

201804137

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að uppgjöri kostnaðar vegna leiðréttingar á launum í búsetu árin 2014-2018, í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra SKA.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

12.Fundargerð 245. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201810175

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð 144. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201810157

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir framkvæmdaráðs SSA 2018

201810153

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Aðalfundur SSA 2018

201806160

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 26

1810021F

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

17.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

201804070

Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir nýjustu breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2019 og þriggja ára áætlunar og kynnti drög að þeim.
Þar er tekið tillit til nýjustu verðbólguspár Hagstofunnar sem er upp á 3,6%. Einnig eru komnar nýjar áætlanir frá Jöfnunarsjóði yfir framlög
sjóðsins árið 2019, sem breyta fyrri tekjuspám.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019, ásamt þriggja ára áætlun, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Trúnaður ríkir um framlögð gögn fjárhagsáælunar 2019 og þriggja ára áætlunar vegna skráningar í Kauphöll Íslands. Fjárhagsáætlun verður birt samhliða bæjarstjórnarfundi 7. nóvember.

Stefnt er að því að halda kynningarfund um fjárhagsáætlunina fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17:30.

Fulltrúar B- og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi breyttra forsenda sem fram komu undir lok vinnu við gerð fjárhagsáætlunar, annars vegar áætlun um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hins vegar nýrri verðbólguspá Hagstofu, er niðurstaða fjárhagsáætlunar lakari en lagt var upp með. Þessum breyttu forsendum er í áætlun mætt með heimild til aukinnar lántöku. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar gera þann fyrirvara við þá heimild að rétt geti verið að endurskoða áætlunina milli umræðna og jafnframt aftur með hliðsjón af gerð nýrra kjarasamninga á komandi ári. Einnig verði áætlun um nýframkvæmdir stöðugt í endurskoðun. Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að sú lántökuheimild sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2019 verði ekki nýtt að fullu og að endanleg ákvörðun um lántökur verði tekin haustið 2019.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?