Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

439. fundur 17. september 2018 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti myndagjöf frá forseta Íslands, sem hann færði sveitarfélaginu í heimsókn forsetahjónanna á Hérað. Samþykkt að óska eftur því að myndin verði sett upp í Hettunni, þar sem hún tengist uppbyggingu Vilhjálmsvallar.
Einnig fór Björn yfir kostnaðarhugmyndir um uppbyggingu viðbyggingar við íþróttamiðstöðina, sem er í undirbúningi.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir mögulega fjárfestingaspá næstu ára, miðað við tölur úr rekstri í þriggja ára áætlun.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúar úr byggingarfélagi Hattar mæti á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málin.

2.Fundargerð SvAust 14. september 2018

201809065

Björn fór yfir málefni fundarins og upplýsti bæjarráð um stöðuna. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Skipulagsdagurinn 2018

201809043

Bæjarráð samþykkir að Stefán Bogi Sveinsson sæki ráðstefnuna fh. Fljótsdalshéraðs, en einnig er gert ráð fyrir að skipulags- og byggingarfulltrúi sæki Skipulagsdaginn.

4.Aðalfundur SSA 2018

201806160

Bæjarráð samþykkir að vísa ályktunum aðalfundar SSA til nefnda sveitarfélagsins til kynningar.

5.Framhaldsársfundur Austurbrúar ses

201809063

Boðað er til fundar 25. september nk. Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

201801084

Farið yfir málin, en framkvæmdastjóri HEF er að ljúka við að taka saman gögn sem verða aðgengileg kjörnum fulltrúum á skrifstofu HEF. Upplýsingum þar um verður komið á framfæri við kjörna fulltrúa.

7.Myndavélaeftirlit

201809059

Lagt fram til kynningar.

8.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

201809064

Lagt fram bréf frá Íbúðarlánasjóði varðandi verkefnið. Bæjarráð samþykkir að Fljótsdalshérað sæki um þátttöku í tilraunaverkefninu og felur bæjarstjóra að láta ganga frá umsókn.

9.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Unaós

201708093

Lagt fram erindi dagsett 13. september frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu varðandi ósk um að stofnuð verði sér lóð umhverfis byggingar á jörðinni Unaósi. Einnig kynnt drög að svarbréfi frá bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu á grundvelli framlagðra draga að svari.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?