Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

430. fundur 25. júní 2018 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti fundarmönnum.

2.Fundir bæjarráðs

201806117

Rætt um fundardaga bæjarráðs á ný höfnu kjörtímabili og fundartíma með vísan í samþykktir Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð samþykkir að fundað verði á mánudögum og fundir hefjist kl. 8:15.

Varðandi fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs á komandi sumri leggur bæjarráð til að sumarleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 5. júlí og til og með 13. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði ekki fyrr en 22. ágúst, þó svo að hefðbundinn fundartími bæjarstjórnar ætti að vera 15. ágúst. Bæjarráði verði falið fullnaðarafgreiðsluheimild þann tíma sem bæjarstjórn verður í sumarfríi.
Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verða 9. júlí, 16. júlí og 13. ágúst. Bæjarráð verði auk þess kallað saman til funda ef þörf krefur.

3.Fundargerð 10. fundar SSA

201806062

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 241. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201806102

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn beini því til stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, að boðað verði til hluthafafundar í HEF og að þar verið gengið frá skipan nýrrar stjórnar hitaveitunnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

5.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

201806082

Bæjarráð samþykkir að taka að sér vinnu við endurskoðun á samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins. Tillögum verði skilað í byrjun september 2018.

6.Ráðningarsamningur bæjarstjóra

201806081

Lagður fram til staðfestingar ráðningarsamningur bæjarstjóra. Bæjarráð staðfestir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Að lokinni afgreiðslu þessa liðar vék Hrefna Sigurðardóttir af fundi.

7.Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni

201806099

Bæjarráð samþykkir að beina erindinu til atvinnu- og menningarnefndar og náttúruverndarnefndar til umfjöllunar og tillögugerðar.

8.Fræðslu- og umræðufundir um menntun og mennstefnu 2030

201806044

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma upplýsingum um fundinn til viðkomandi aðila innan sveitarfélagsins.

9.Innleiðing persónuverndarlöggjafar 2018

201805015

Björn fór yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var sl. þriðjudag um mögulegt samstarf sveitarfélaga á félagsþjónustusvæðinu um innleiðingu persónuverndarlöggjafar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að samstarfssamningi við þau sveitarfélög sem þess óska.

10.Námsferð til Danmerkur fyrir stjórnendur á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga

201806115

Bæjarráð samþykkir að gefa tveimur fulltrúum tækifæri á að taka þátt í ráðstefnunni og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

11.Tækjabúnaður fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs

201805024

Farið yfir ýmsa kosti varðandi tölvuumhverfi bæjarfulltrúa og hvaða fyrirkomulag henti best fyrir þá. Haddur Áslaugsson mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir valkostina og aðgangsmál.
Bæjarráð samþykkir að kjörnir bæjarfulltrúar fái styrk í upphafi kjörtímabils til kaupa á tækjabúnaði vegna starfa þeirra fyrir sveitarfélagið.
Styrkupphæðin verði kr. 150.000 og færist á lið 2101. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða útfærslu á styrkveitingunni.

Um uppsetningu leyfa og hugbúnaðar á viðkomandi tölvur gildi sömu reglur og um tölvubúnað starfsmanna sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?