Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

420. fundur 12. mars 2018 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Þróun kennsluhátta í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

201711059

Bæjarráð telur ekki að svo stöddu forsendur til að leggja aukið fjármagn til verkefnisins á þessu ári, en felur fræðslunefnd að fjalla áfram um verkefnið og finna því stað í fjárhagsáætlunum næstu ára.

2.Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga

201803048

Bæjarráð veitir ekki umsögn um þingsályktunartillöguna.

3.Tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum

201803036

Bæjarráð er fylgjandi efni frumvarpsins.

4.Frumvarp lil laga um heilbrigðisþjónustu

201803030

Bæjarráð lýsir sig fylgjandi efni frumvarpsins.

5.Aðstaða fyrir líkhús

201803052

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmen HSA um málið og afla frekari upplýsinga.

6.Þörf fyrir þriggja fasa rafmang - Starfshópur

201802047

Lagður fram listi yfir fasteignir á Héraði þar sem fram kemur hvar er komið þriggja fasa rafmang og hvar ekki.
Bæjarráð telur það ekki hlutverk sveitarfélagsins að forgangaraða því hvar fyrst eigi að ráðast í lagningu þriggja fasa rafmagns og telur það geti brotið í bága við jafræðisreglu, í 11 gr. stjórnsýslulaga nr. 73/1993, að gera slíkt.
Bæjarráð leggur þó ríka áherslu á að þriggja fasa rafmagn verði sem fyrst lagt sem víðast um sveitarfélagið.

7.Kolefnisbinding í skógum - fjórföldun nýskógræktar

201803043

Lagt fram til kynningar.

8.Háskólasetur Austfjarða

201712051

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita viðauka við yflirlýsingu um samstarf í menntamálum frá 23. júní 2017.

9.Samningaviðræður vegna Kröflulínu 3/Fundarboð

201712011

Farið yfir gögn varðandi samninga vegna Kröflulínu 3. Bæjarstjóra falið að undirbúa samningaviðræður, en fundur um málið er boðaður á Hótel Héraði 13. mars kl. 11:00.

10.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

201803008

Lagt fram til kynningar.

11.Fjármál 2018

201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Einnig fór hann yfir fyrstu forsendur að gerð rammaáætlunar fyrir árið 2019.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi fyrirhugaðan kynningarfund Alcoa með sveitarfélögunum, sem tillaga er um að halda 27. mars kl. 16:00. Bæjarráð samþykkir þá dagsetningu fyrir sitt leyti.

Einnig lagði Björn fram drög að viðaukasamningi milli Landsvirkjunar og Landbótasjóðs Norður-Héraðs. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til næsta bæjarráðsfundar.

Björn kynnti líka drög að stuðningsyfirlýsingu vegna umsóknar Vatnajökulsþjóðgarðs um skráningu á heimsminjaskrá. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita yfirlýsinguna fh. sveitarfélagsins.

Björn fór yfir hugmyndir að útikörfuboltavelli á svæðinu sunnan við íþróttamiðstöðina og samstarf við körfuboltadeild Hattar um málið.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við körfuknattleiksdeild Hattar um framkvæmdina, þegar samþykkt deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, en sá samningur verður svo kynntur bæjarráði og kemur þar til samþykktar síðar.

12.Ársfundur Austurbrúar ses. 2018

201803038

Ársfundur Austurbrúar ses. sem boðaður er á Hótel Bláfelli Breiðdalsvík 20. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

13.Stjórnarfundur Brunavarna á Héraði 8.3. 2018

201803051

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Aðalfundur Ársala b.s. 2018

201803049

Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Ársala b.s. 2018

201801136

Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerð 238. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201803035

Varðandi bókun undir 1. liðar A í fundargerð HEF, þá samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að koma að eftirfylgni málsins með fulltrúum HEF.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

17.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2018

201802133

Lagt fram til kynningar.

18.Ársreikningur 2017

201803019

Rætt um kynningarfund vegna ársreiknings 2017 og er tillaga um að halda hann mánudaginn 26. mars kl. 20:00.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa ársreikningi og endurskoðunrskýrslu Fljótsdalshéaðs fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

19.Langtíma fjárfestingaráætlun

201803026

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?