Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

414. fundur 05. febrúar 2018 kl. 09:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Lárus Bjarnason sýslumaður og Jón Halldór Guðmundsson skrifstofustjóri komu til fundar við bæjarráð kl 11:00, m.a. til að ræða þjónustu embættis Sýslumanns á Austurlandi og framlag fjárveitingavaldsins til rekstur þess.

1.Krafa um niðurfellingu lóðar af fasteignaskrá

201712081

Kynnt er tillaga að ferli varðandi mögulega niðurfellingu lóðar af Fasteignaskrá.
Bæjarráð samþykkir ferlið fyrir sitt leyti.

2.Þingsályktunartillaga um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta

201801132

Bæjarráð veitir ekki umsögn um frumvarpið.

3.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi

201801130

Bæjarráð veitir ekki umsögn um málið.

4.Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur

201801110

Bæjarráð tekur undir umsöng Sambands Ísl. sveitarfélaga um málið.

5.Samstarf varðandi heimilisofbeldi

201802007

Bæjarráð samþykkir að Fljótsdalshérað taki þátt í tilraunaverkefni vegna mála sem varða heimilisofbeldi, í samvinnu við lögreglustjóraembættið á Austurlandi, enda rúmist kostnaður við það innan fjárhagsramma ársins. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.

6.Nýjar persónuverndarreglur og fleira

201612026

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila bæjarstjóra að auglýsa tímabundið eftir aðila til að sjá um innleiðingu persónuverndarmála hjá sveitarfélaginu.
Kostnaður vegna starfsins verður færður á lið 2701.

7.Sænska módelið, tilraunaverkefni

201710059

Lögð fram gögn frá félagsmálastjóra og fræðslustjóra um málið, auk viðauka við samstarfsamning um félagsþjónustu og barnavernd. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað verði aðili að verkefninu.
Hvað kostnað varðar, verður tekin afstaða til hans þegar endanlega liggja fyrir upplýsingar um fjármögnun verkefnisins.

8.Samstarfssamningar sveitarfélaga

201801122

Farið yfir erindi ráðuneytisins, varðandi samstarfssamninga sveitarfélaga og byggðasamlög. Jafnframt er óskað eftir áliti sveitarstjórna á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.

Málið í vinnslu og vísað til næsta fundar bæjarráðs.

9.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201606016

Bæjarstjóri fór yfir fund sem haldinn var í síðustu viku og kynnti nýjan samning til eins árs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að undirrita nýjan samning.

10.Sala eldri bifreiðar í ferðaþjónustu fatlaðra.

201712032

Farið yfir sölumöguleika á Ford Transit bíl félagsþjónustunnar og erindi sem borist hafa út af framhaldsnýtingu hans.
Málið verður afgreitt á næsta fundi bæjarráðs.

11.Fjármál 2018

201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og uppgjöri fyrir síðasta ár.

12.Starfsmannastefna Fljótsdalshéraðs

201502087

Rædd staða mála hvað varðar endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð beinir því til starfshóps að ljúka vinnu við endurskoðun sem fyrst, og í síðasta lagi 1. maí 2018.

13.Námskeið um sveitarstjórnir og starfið í þeim

201801111

Lögð fram lýsing frá Ráðrík ehf. varðandi námskeið sem ætlað er til að hvetja íbúa til þátttöku í sveitarstjórnum.
Samþykkt að koma umræddum upplýsingum á framfæri við forsvarsmenn framboða er huga að framboði á Fljótsdalshéraði í komandi sveitarstjórnarkosningum.

14.Verndarsvæði í byggð

201509024

Bæjarráð leggur til að hafin verði vinna við umsókn til Minjastofnunar til verkefnisins Verndarsvæði í byggð, sem nái yfir gamla bæinn, þorpið, á Egilsstöðum.

15.Fundargerðir Ársala b.s. 2018

201801136

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð 46. fundar Brunavarna á Austurlandi, 31.01.2018

201801131

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð 5. fundar stjórnar SSA 22. janúar 2018

1801126

Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerð 234. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201801109

Lagt fram til kynningar.

19.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Farið yfir langtíma fjárfestingaráætlun.
Rædd útfærsla yfirfærslu á Reiðhöllinni á Iðavöllum yfir í Eignasjóð eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018.
Fjármálastjóra falið að leggja endanlega tillögu fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?