Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

413. fundur 22. janúar 2018 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynntu að Lánasjóðurinn hefur samþykkt lánveitingu til Fljótsdalshéraðs vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í lífeyrissjóðinn Brú, í samræmi við áður kynnt gögn. Lánaskjöl munu berast innan tíðar.

2.Stuðningsyfirlýsing um að svæði verði tekið inn á heimsminjaskrá UNESCO.

201801056

Haldinn var símafundur um málið, en verið er að óska stunings sveitarfélagsins við tilnefningu ríkisstjórnar Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarðssvæðið verði tekið inn á heimsminjaskrá UNESCO.
Á símafundinum voru fulltrúar nokkurra sveitarfélaga sem aðild eiga að Vatnajökulsþjóðgarði, Snorri Baldursson starfsmaður þjóðgarðsins, auk fulltrúa ráðuneytisins. Sigurður Þráinsson frá ráðuneytinu stýrði fundinum.
Gögn um stöðu málsins, tillögur og fl. hafa verið send til sveitarstjórna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir stuðningi sínum við tilnefninguna og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu þess efnis fh. sveitarfélagsins.

3.Mótvægisaðgerðir vegna landbrots

201801057

Kynnt minnisblað frá Landsvirkjun, vegna mótvægisaðgerða við landbrot við Lagarfljót.
Fram kemur að fyrirhugaðar eru á fyrri hluta þessa árs bakkavarnir við Hól, sem eru um 500 metra grjótvörn.
Bæjarráð er sátt við að Landsvirkjun muni ráðast í þessar framkvæmdir.

4.Nýjar persónuverndarreglur og fleira

201612026

Farið yfir stöðuna og þeir valkostir ræddir sem nefndir hafa verið varðandi innleiðingu og þróun á persónuverndarmálum sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri mun áfram skoða þessi mál.

5.Úttekt á sjálfbærni Fljótsdalsstöðvar

201801049

Fram kom að umrædd úttekt og skýrsla verður kynnt í Fljótsdalsstöð 24. janúar kl. 15:00.
Bæjarstjóri og bæjarráðsfulltrúar stefna að því að mæta á kynninguna.

6.Samgöngumál

201710002

Farið yfir reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt og hvernig ófærð og vetrarþjónusta getur haft áhrif á greiðslur til sauðfjárbænda.

Lagt fram til kynningar.



7.Umsókn um tækifærisleyfi - Dansleikur ME eftir Barkann

201801062

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna einkasamkvæmis Menntaskólans á Egilsstöðum (Barkinn 2018), sem haldið verður í Valaskjálf 27. janúar næstkomandi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til 5. mgr. 17. gr. og 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?