Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

411. fundur 08. janúar 2018 kl. 09:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Samanburður á þjónustu sveitarfélaga

201712117

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr ánægjukönnum Gallup með þjónustu sveitarfélaga í landinu. Í gögnunum kemur fram að 171 íbúi Fljótsdalshéraðs tók þátt í könnuninni.
Fljótsdalshérað kemur almennt nokkuð vel út úr könnuninni og skorar sérstaklega hátt varðandi þjónustu við fatlaða og eldri borgara.
Ánægja íbúa með umhverfismál, grunnskóla og sorphirðu er einnig í hærra lagi hjá Fljótsdalshéraði þegar sveitarfélög eru borin saman.
Ásamt samgöngumálum er íþróttaaðstaða sá þáttur sem íbúum finnst að þurfi helst að bæta. Þar á eftir koma leikskólamál og skipulagsmál.

2.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

201712094

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Bæjarráð frestar umfjöllun til næsta fundar.

3.Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

201712093

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

Bæjarráð frestar umfjöllun til næsta fundar.

4.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga(fasteignasjóður)

201712115

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, fasteignasjóð.

Bæjarráð lýsir sig sammála þeim markmiðum sem fram koma í frumvarpinu.

5.Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaladur)

201712116

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, kosningaaldur.

Bæjarráð mun ekki skila umsögn um málið.

6.Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Þinghármanna

201801012

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Þinghármanna sem haldið verður í Hjaltalundi 10.febrúar næstkomandi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarráð tekur fram að eldvarnareftirlit og vinnueftirlit skila sínum umsögnum beint til Sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um tækifærisleyfi/Þorrablót Egilsstaða 2018

201712122

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Egilsstaða sem haldið verður í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 19.1.2018.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarráð tekur fram að eldvarnareftirlit og vinnueftirlit skila sínum umsögnum beint til Sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitingar - Þorrablót Fellamanna.

201712052

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Fellamanna sem haldið verður í fjölnotahúsinu Fellabæ 27.janúar næstkomandi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarráð tekur fram að eldvarnareftirlit og vinnueftirlit skila sínum umsögnum beint til Sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017

201712101

Lögð fram þau erindi sem fram voru borin á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember sl.

Bæjarráð samþykkir að vísa þeim til úrvinnslu hjá viðkomandi nefndum og starfsmönnum sveitarfélagsins.

10.Umsókn um leigu á atvinnuhúsnæði

201711118

Fyrir liggja tvær fyrirspurnir um mögulega leigu á húsnæði að Miðvangi 31. Landstólpa hefur þegar verið leigður helmingur hússins út maí 2018.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman yfirlit yfir þá aðila sem sýnt hafa áhuga á að nýta umrætt húsnæði og lóð og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.Fasteignamat á vatnsréttindum í Lagarfossvirkjun og Grímsárvirkjun

201712121

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, þar sem vísað er til bréfs Fljótsdalshéraðs dagsettu 25. janúar 2016. um fasteignamat á vatnsréttindum í Lagarfossvirkjun og Grímsárvirkjun.

Fram kemur að á vormánuðum 2017 hófst gagnasöfnun Þjóðskrár Ísl. vegna vinnu við að nýskrá og endurmeta vatnsorku- og jarðhitaréttindi fasteigna. Nú stendur yfir úrvinnsla þessara gagna og því ljóst að málsmeðferð mun tefjast af þeim sökum.

Bæjarráð hvetur til að umræddri vinnu verði hraðað eins og kostur er.

12.Innkaupareglur Fljótsdalshéraðs

201709051

Vísað til næsta bæjarráðsfundar.

13.Miðvangur 31/nýting svæðis

201712119

Lagt fram erindi frá Bylgju Borgþórsdóttur, fh. starfshóps sveitarfélagsins um Attractive towns. Green redevelopment and competitiveness in Nordic urban regions. Towns that provide a good life for all.“
Þetta verkefni er á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og snýr að bættu lífi og sjálfbærni í smærri bæjum og borgum á
Norðurlöndunum.
Fram kemur að starfshópurinn sér fyrir sér að vænlegt sé að nýta þetta svæði og húsnæðið að Miðvangi 31 í tengslum við framþróun þessa verkefnis í sveitarfélaginu.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá starfshópnum um þeirra hugmyndir og boðar fulltrúa hans á næsta bæjarráðsfund til að fara betur yfir málið.

14.Fjármál 2018

201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál varðandi rekstur sveitarfélagsins. M.a. kynnti hann drög að samningi við Brú lífeyrissjóð vegna uppgjörs á aukaframlagi Fljótsdalshéraðs við sjóðinn, samkvæmt samkomulagi ríkisins og sveitarfélaga þar um.

15.Fundargerð upplýsingarfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201712017

Lögð fram fundargerð upplýsingarfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella, frá 29. nóvember sl.
Bæjarráð þakkar fyrir þær upplýsingar sem fram komu á fundinum, en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

16.Ráðstefna um norrænt samstarf í menningarmálum

201712095

Lagt fram til kynningar.

17.Háskólasetur Austfjarða

201712051

Lagt fram bréf frá Fjarðabyggð dagsett 19. desember sl. vegna samstarfs um undirbúning háskólaseturs, þar sem bæjarráð Fjarðabyggðar býður Fljótsdalshérað velkomið til samstarfs um verkefnið og aðkomu að stýrihópi vegna háskólanáms á Austurlandi með fjárframlagi.
Bréfið er svar við bókun bæjarráðs um málið frá 2. júlí 2017.

Einnig lagður fram tölvupóstur frá Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra Fjarðabyggðar frá 13. desember, þar sem hann upplýsir að staða verkefnastjóra verði auglýst á næstu dögum og staðsetning hans verði í Fjarðabyggð.

Lagt fram til kynningar.


18.Fundargerð 855.fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

201712110

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð 4. fundar stjórnar SSA, 11.des. 2017

201712080

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð 233. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201712062

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 63

1712003F

Fundargerðin lögð fram.
  • 21.1 201712018 Málþing um geðheilbrigði og vellíðan framhaldsskólanema.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 21.2 201712014 Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði
    Bókun fundar Skýrslan lögð fram til kynningar.
  • 21.3 201711111 Sundlaugar okkar allra
    Bókun fundar Sjá bókun undir lið 4.5.
  • 21.4 201701004 Plastpokalaust Fljótsdalshérað
    Bókun fundar Í bókun ungmennaráðs frá því í janúar 2017 fagnar ungmennaráð því að Fljótsdalshérað ætli að ráðast í að verða plastpokalaust sveitarfélag. Jafnframt óskaði ráðið eftir aðkomu að málinu. Ungmennaráð óskar nú eftir upplýsingum um það hvar málið er statt og ítrekar jafnframt ósk um aðkomu að því.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð beinir því til umhverfisfulltrúi að hann upplýsi ungmennaráð um stöðu verkefnisins og tryggi aðkomu ráðsins að málinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 21.5 201711032 Ungmennaþing 2018
    Bókun fundar Fram kemur í fundargerð ungmennaráðs að Ungmennaþing 2018 verður haldið um miðjan apríl 2018. Nákvæm dagsetning liggur þó ekki fyrir, en þingið mun beina sjónum að heilsueflandi samfélagi í sinni víðustu mynd.
    Bæjarráð fagnar þessu framtaki ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, en málið er að öðru leyti í vinnslu.
  • 21.6 201711053 Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur
    Bókun fundar Í vinnslu.

22.Félagsmálanefnd - 160

1711022F

Fundargerðin lögð fram.
  • 22.1 201712022 Umsókn um styrk vegna rekstrar Aflsins
    Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • 22.2 201712031 Skýrsla Félagsmálastjóra
  • 22.3 201712032 Sala eldri bifreiðar í ferðaþjónustu fatlaðra.
    Bókun fundar Með tilkomu nýrrar bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, stendur eldri bifreið sveitarfélagsins sem nýtt var fyrir ferðaþjónustuna ónotuð. Nokkrir aðilar hafa sett sig í samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir kaupum á bílnum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð samþykkir að bifreiðin verði seld og felur bæjarstjóra að láta auglýsa hana til sölu.
    Varðandi hugmyndir félagsmálanefndar um nýtt vinnulag í barnavernd, óskar bæjarráð eftir því að fá upplýsingar um kostnað við innleiðinguna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 22.4 201710091 Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

23.Íþrótta- og tómstundanefnd - 37

1711026F

Fundargerðin lögð fram.

24.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82

1711021F

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Vegna áforma um byggingu á bílskúr að Brávöllum 14 hefur grenndarkynning farið fram. Engar athugasemdir bárust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð umrædd áform um byggingu bílskúrs að Brávöllum 14.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Ylstrandar. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, vegna vegtengingar. Minjastofnun vekur athygli á að ekki hafi verið hægt að skoða umrætt svæði vegna snjóa.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að tillagan verði samþykkt, þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda Vegagerðarinnar og syðri vegtengingin verið felld út. Vakin er athygli á að ekki er heimilt að hefja framkvæmdir fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Tilkynning um skil á lóð Bjarkarseli 10.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Tilkynning um skil á lóð Bjarkarseli 12.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Ósk frá Forsætisráðuneytinu um stofnun lóðar við Snæfell. Lóðin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Erindi frá Pacta lögmenn, Bjarni G. Björgvinsson hrl. fyrir hönd Þórarins Hrafnkelssonar, þar sem krafist er að lóð með landnr. 221105 verði afmáð úr fasteignaskrá.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið fyrir næsta fund bæjarráðs.





  • Bókun fundar Erindi frá Sigurði Jónssyni varðandi snjómokstur á vegi 937 Skriðdalsvegi vestan Grímsár. Óskað er eftir úrbótum á snjómokstri.

    Bæjarráð þakkar bréfritara erindið en vísar til bókunar
    umhverfis- og framkvæmdanefndar og bendir á að vegurinn fær vetrarþjónustu í samræmi við ákvörðun Vegagerðarinnar um þjónustustig og að annað þjónustustig er á veginum austan Grímsár.
    Í tilefni af erindinu felur bæjarráð bæjarstjóra að láta taka saman upplýsingar um vetrarþjónustu á vegum innan sveitarfélagsins og leggja þær fyrir bæjarráð.

  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn frá Alona Perepelytsia um lóðina Hamrar 4.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkri bæjarráð að úthluta lóðinni Hamrar 4 til umsækjanda. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að uppfæra lista yfir lausar lóðir í sveitafélaginu og birta á heimasíðu sveitafélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn frá Vilborgu Vilhjálmsdóttur um stofnun 6 lóða úr Eyvindará lóð 11.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í þjóðskrá.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

25.Atvinnu- og menningarnefnd - 60

1711024F

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?