Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

410. fundur 11. desember 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Björn Ingimarsson bæjarstjóri var í símasambandi við fundinn frá Reykjavík.

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál varðandi rekstur og fjárhag sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Önnu Alexandersdóttur sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stýrihóp vegna háskólanáms á Austurlandi.
Gert er ráð fjárhagslegri aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samkomulagi þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

201701107

Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017. Viðaukinn er annars vegar vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga að upphæð um 397 milljónir kr. og hins vegnar vegna framlag að fjárhæð 9,6 millj. kr. til byggingarsjóðs Brynju húsfélags vegna bygginga á 4 nýjum íbúðum.

a) Fyrir liggur tillaga að heimild fyrir láni í Aðalsjóði með skuldabréfum vegna lífeyrisskuldbindingarinnar hjá Brú lífeyrissjóði þegar endanlegt uppgjör skuldbindingarinnar liggur fyrir nú í desember nk. Annars vegar um 369,5 milljónir króna til 30 ára og hins vegar um 26,9 milljónir króna til 20 ára. Bæði skuldabréfin verða verðtryggð og bera um 3,5% vexti. Á móti er eignfærsla á 297 millj. kr. sem er fyrirframgr framtíðarhalli sjóðsins sem gjaldfærist á næstu 30 árum.
b) Lagt er til að samþykkt verði 9,6 millj. kr. framlag til byggingarsjóðs Brynju húsfélags vegna byggingar á 4 nýjum íbúðum. (02690)
c) Framlag Jöfnunarsjóðs vegna reksturs tónlistarskóla hækkar um 2,5 millj. kr. (00100)
d) Gert er ráð fyrir sölu á þjónustubíl Eignasjóðs á árinu. Áætlað söluverð 1 millj. kr. (33xxx)
e) Rekstur lífeyrisskuldbindinga í málaflokki 22 hækkar sem nemur kr. 98 millj. kr. fyrir árið 2017 og nemi í heildina kr. 145,7 millj. kr. (22620)
Því er lagt til í samræmi við ofangreint að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 og mun fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 breytast sem hér segir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð upplýsingarfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201712017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð mun fjalla um áætlanir um framtíðarlausn fráveitumála Egilsstaða og Fellabæjar á fundi bæjarráðs í janúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2017

201710086

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundur og ályktanir EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins 16.-17. nóvember 2017

201712020

Lagt fram til kynningar.

6.Greinargerð til kynningar ríkisstjórn Íslands

201712026

Farið yfir vinnugögn vegna fyrri funda með ráðherrum ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunar, mennta- og menningarmála og samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

7.Samningaviðræður vegna Kröflulínu 3/Fundarboð

201712011

Lagt fram fundarboð vegna samningaviðræðna um Kröflulínu 3, sem áformað er að liggi um land Sænautasels sem er í eigu Fljótsdalshéraðs. Fundurinn er boðaður á Hótel Héraði þann 13. desember nk. kl. 14:15.

Bæjarráð samþykkir að bæjarráð ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa mæti á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um leigu á atvinnuhúsnæði

201711118

Þetta mál var á dagskrá síðasta bæjarráðsfundar, en þar var óskað frekari upplýsinga um málið.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði skammtímaleigusamningur við Landstólpa vegna húsnæðisins að Miðvangi 31, eða hluta þess, sem gildi út maí 2018. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Landstólpa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Unglingalandsmót UMFÍ 2017

201403005

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 27. nóvember, vegna erindis sveitarfélagsins frá 12. september sl. um framlög ríkisins vegna unglingalandsmóta.

Lagt fram til kynningar.

10.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201606016

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar SvAust frá 6. desember.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í rekstri almenningssamgangna á Austurlandi á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um stofnframlag vegna Norðurtúns 13 - 15

201711020

Tekin fyrir umsókn Brynju hússjóðs ÖBÍ um stofnframlag frá Fljótdalshéraði vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúða að Norðurtúni 13 - 15.

Bæjarráðs samþykkir að veita Brynju hússjóði ÖBÍ stofnframlag að upphæð kr. 9.6 milljónir, samanber reglur sveitarfélagsins um veitingu stofnframlaga og viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sbr. lið 2 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Ungt Austurland.

201702061

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?