Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

409. fundur 04. desember 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Einnig var rædd staða mála varðandi háskólasetur Austfjarða.

2.Fundargerð 854.fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

201712001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Rekstraráætlun HSA 2018

201711094

Fyrir liggur rekstraráætlun HSA 2018. Samkvæmt henni kemur fram að framlög ríkisins, samkvæmt drögum að fjárlögum, ná ekki að dekka bráðnauðsynlegan rekstrarkostnað.
Bæjarráð skorar á nýja ríkisstjórn við gerð nýrra fjárlaga að auka framlög til heilbrigðisstofnanna út um land, þannig að þær geti sinnt þjónustu við íbúa landsins.

4.Samgöngumál

201710002

Lagt fram til kynningar svarbréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 23.11., vegna fyrirspurnar um vegaframkvæmdir í botni Skriðdals og um Öxi.

5.Ungt Austurland.

201702061

Til fundarins mætti Gunnar Gunnarsson frá Ungt-Austurland og kynnti frekar erindi félagsins varðandi styrkbeiðni til Fljótdalshéraðs.

Gunnar kynnti þau verkefni sem félagið hyggst leggja áherslu á næsta ár, sem eru hvatning til ungs fólks til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum og í öðru lagi að halda starfamessu.

Óskað var eftir að félagið skili inn með umsókninni fjárhagsáætlun yfir þessi verkefni, þar sem fram komi betri upplýsingar um kostnað og fjármögnun.

Að lokinni yfirferð yfir málið var Gunnari þökkuð koman og veittar upplýsingar.

6.Umsókn um leigu á atvinnuhúsnæði

201711118

Lögð fram erindi varðandi mögulega leigu á húsnæðinu að Miðvangi 31.
Bæjarráð óskar frekari upplýsinga frá umsækjendum og bæjarstjóra falið að kalla eftir þeim fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?