Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

407. fundur 20. nóvember 2017 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins, svo sem launaþróun í stofnunum, innheimtu staðgreiðslu og fl.

2.Fundargerð 46. fundar Brunavarna á Austurlandi

201711043

Björn Ingimarsson fór yfir fundargerðina og helstu umfjöllunarefni fundarins.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

201504027

Rætt um áherslur fyrir væntanlegan fund 28. nóvember nk. Málið verður áfram á dagskrá næsta bæjarráðsfundar.

4.Nýjar persónuverndarreglur og fleira

201612026

Rædd hugmynd um að stofnað verði teymi nokkurra starfsmanna, ásamt einum fulltrúa kjörinna fulltrúa, til að undirbúa innleiðingu og framkvæmd þessa verkefnis.
Lagt til að hópinn skipi. Fræðslustjóri, félagsmálastjóri, skrifstofu- og starfsmannastjóri, umsjónarmaður tölvumála og fulltrúi kjörinna fulltrúa verði Stefán Bogi Sveinsson.

Einnig rætt um að þessir fulltrúar fylgist með útsendingu á fundi frá Sambandinu, sem haldinn verður 1. desember nk. Einnig verði sendur fulltrúi á námskeið um persónuverndarlög, sem haldið verður á Austurbrú 30. nóv. nk.

5.Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

201711050

Lagt fram til kynningar, en Fljótsdalshérað mun áfram fylgjast grannt með framgangi málsins.

6.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

201610022

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingar við 1. og 3. gr. sem lúta að því að veita megi stofnframlag til húsnæðissjálfseignarstofnanna sem stofnað er til af hálfu hagsmunasamtaka fatlaðra og/eða öryrkja.

7.Umsókn um stofnframlag vegna Norðurtúns 13 - 15

201711020

Rædd umsókn Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnframlag frá sveitarfélaginu, vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúða fyrir skjólstæðinga sjóðsins á lóð þeirra við Norðurtún, 13 og 15.

Málið áfram í vinnslu.

8.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201606016

Frestað til næsta fundar.

9.Fundur með Alcoa Fjarðaáli

201711063

Björn Ingimarsson kynnti hugmyndir að fundartíma og var farið yfir líklegar dagsetningar.
Bæjarstjóra falið að koma þeim hugmyndum á framfæri.

10.Samningur um rekstur Náttúrustofu Austurlands til endurskoðunar

201709094

Bæjarráð samþykkir tillögu um framlengingu samningsins um eitt ár. Bæjarráð leggur þó áherslu á að skoðuð verði sérstaklega þörf á auknum framlögum vegna áranna 2017 og 2018.
Jafnframt telur Fljótsdalshérað mikilvægt að við endurskoðun samninga um náttúrustofur verði haft fullt samráð við þau sveitarfélög sem eru aðilar að samningunum.

11.Jólaleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs 2017

201711064

Bæjarráð leggur til að jólafrí bæjarstjórnar hefjist eftir fund bæjarstjórnar 6. desember. Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði 17. janúar. Bæjarráð verði með fullnaðarafgreiðsluheimild mála frá 7. desember og til og með 8. janúar.

Bæjarráð fundar 11. desember og 8. janúar. Þar fyrir utan verður boðað til bæjarráðsfunda ef þörf krefur.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?