Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

405. fundur 06. nóvember 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2018

201702139

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2018 verði sem sem hér segir.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Hámark afsláttar verið: 70.630 Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.846.000
Hámark 3.735.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.002.000
Hámark 5.071.000


3.Fundargerð 853.fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

201711013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

201711014

Lagt fram til kynningar

5.Ísland ljóstengt/ 2018

201709008

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir verkefnin sem eru í vinnslu og stöðu þeirra. Einnig skoðuð tillaga að áfanga sem fara má í árið 2018.
Að lokinni umræðu um málið var samþykkt að sækja um styrk fyrir ljósleiðarlögn frá Egilsstöðum og út Eiðaþinghá.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að styrkumsókn í Fjarskiptasjóð vegna þessa verkefnis.

6.Lögheimilisskráning

201711006

Stefán Bogi Sveinsson, vakti athygli á vanhæfi sínu vegna málsins og samþykkti fundurinn það. Vék hann af fundi meðan það var afgreitt.

Eftir að hafa farið yfir málið, telur bæjarráð ekki tilefni til að aðhafast frekar.

7.Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

201504027

Farið yfir umræðuefni fyrir fund um samstarfsmál sem haldinn verður með fulltrúum annarra sveitarfélaga á þjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs síðar í dag.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?