Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

403. fundur 23. október 2017 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2018

201702139

Fjármálastjóri fór yfir stöðuna varðandi skil nefnda á áætlunum og hvernig þær eru að falla að útgefnum ramma.
Nú hafa flestar nefndir og B hlutastofnanir skilað inn sínum áætlunum og eru flestar þeirra nærri eða innan útgefins ramma.
Fram kom að á næsta fundi munu fjármálastjóri og bæjarstjóri leggja fram samantekna fjárhagsáætlun 2018, sem síðan verður vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð minnir nefndir á að ljúka gerð starfsáætlana, þannig að þær liggi fyrir eigi síðar en við síðari umræðu í bæjarstjórn um miðjan nóvember.

3.Ísland ljóstengt/ 2018

201709008

Lögð fram drög að samningi um byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar 2017. Starfsmönnum falið að fara betur yfir samninginn og skoða málið fyrir næsta fund.

4.Eigandastefna ríkisins fyrir jarðir, land, lóðir og auðlindir.

201710060

Bæjarstjóra falið í samráði við lögmann sveitarfélagsins að fara yfir drög að eigendastefnunni og skila inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Samgöngumál

201710002

Lagt fram svarbréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að þar sem hvorki liggi fyrir fjárlög komandi árs, né endurskoðuð samgönguáætlun, geti Vegagerðin ekki staðfest verkefni vegna uppbyggingar þjóðvegar í botni Skriðdals og heilsársvegar um Öxi.
Þetta svar Vegagerðarinnar er umhugsunarefni, vegna yfirlýsinga ráðherra samgöngumála á Samgönguþingi og aðalfundi SSA á liðnum vikum, að á næsta ári yrði farið í uppbyggingu þjóðvegar í botni Skriðdals, sem og að heilsársvegur um Öxi væri forgangsverkefni í vegamálum á Austurlandi.

Málið verður m.a. rætt á fyrirhuguðum fundi bæjarráðs með fulltrúum Vegagerðarinnar þriðjudaginn 24. okt. nk.

6.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

201606004

Bæjarráð vísar bókun jafnréttisnefndar til starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs. Starfshópurinn hvattur til að koma saman sem fyrst, með því markmiði að skila niðurstöðum fyrir áramót.
Jafnframt verði kannað hvort fyrirliggjandi jafnlaunaúttekt uppfylli kröfur um jafnlaunavottun.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?