Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

401. fundur 09. október 2017 kl. 09:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Ruth Magnúsdóttir, formaður Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs kom til fundar með bæjarráði kl. 9:00. og fór yfir málefni Þjóðgarðsins og verkefni svæðisráðsins.

1.Tilnefningar varamanna fyrir Rekstrarsvæði 2 í Vatnajökulsþjóðgarði

201709116

Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi aðilar verði skipaðir varamenn í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs Austursvæði fh. Fljótsdalshéraðs: Guðmundur Sveinsson Kröyer og Stefán Ólason.

2.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
M.a. fór hann yfir nýjar tillögur um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs.

Guðlaugur kynnti einnig forrit fyrir opið bókhald og sýndi útfærslur á þeim. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða málið frekar.

3.Fjárhagsáætlun 2018

201702139

Farið yfir áætlun um skatttekjur 2018 og áætlun fyrir málaflokk 21, ásamt starfsáætlun.
Að öðru leyti eru þessar áætlanir áfram í vinnslu.



4.Alþingiskosningar 2017

201710021

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kjörskrárstofn og leggja fram á tilsettum tíma.

5.Uppbygging vindorku innana Fljótsdalshéraðs

201706031

Málið í vinnslu.

6.Samgöngumál

201710002

Farið yfir greinargerð Vegagerðarinnar vegna flutnings þjóðvegar 1 af Breiðdalsheiði yfir á Suðurfjarðaveg

Bæjarráð telur að fyrirliggjandi greinargerð og fleiri gögn sem bæjarráð hefur aðgang að, veki fleiri spurningar en svör.
Bæjarráð krefst þess að vegamálastjóri komi hið fyrsta til fundar með bæjarráði Fljótsdalshéraðs, til að svara þeim spurningum sem vaknað hafa hjá bæjarráði.
Æskilegt væri að sá fundur ætti sér stað fyrir lok næstu viku.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?