Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

400. fundur 02. október 2017 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

Farið yfir stöðu mála varðandi lífeyrisskuldbindingar SKAL.

2.Fjárhagsáætlun 2018

201702139

Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti áætlun sem atvinnu- og menningarnefnd hefur afgreitt og sent til fjármálastjóra. Áætluninni vísað til vinnu við fjárhagsáætlunar 2018.

Skoðuð starfsáætlun ársins 2017 fyrir málaflokk 21 og ræddar breytingar fyrir næsta ár, en gert er ráð fyrir að afgreiða starfsáætlunina samhliða fjárhagsáætlun. Bæjarráð vinnur málið áfram fyrir næstu fundi.

3.Fundargerð 230. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201709104

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir Ársala b.s. 2017

201702058

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Samningur um rekstur Náttúrustofu Austurlands til endurskoðunar

201709094

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

6.Húsnæðisþing 2017

201709058

Bæjarstjóra falið, fh. Fljótsdalshéraðs, að sækja húsnæðisþingið sem halda á 8. nóvember í Reykjavík.

7.Hlymsdalir -starfsmannamál.

201709057

Bæjarráð samþykkir að félagsmálastjóri ráði starfsmann í afleysingar í samráði við bæjarstjóra. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna þessa rúmist innan fjárheimilda ársins.

8.Landsmót Samfés á Egilsstöðum 2017

201709102

Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að setja þingið fyrir hönd sveitarfélagsins, en það verður formlega sett í Egilsstaðaskóla föstudaginn 6. október kl. 19:00.
Bæjarfulltrúar eru jafnframt hvattir til að mæta á landsþing ungs fólks, sem haldið verður sunnudaginn 8. okt. kl. 10:00 í Egilsstaðaskóla.

9.Tilnefningar varamanna fyrir Rekstrarsvæði 2 í Vatnajökulsþjóðgarði

201709116

Bæjarráð samþykkir að tilnefna tvo varamenn á næsta fundi sínum, en þriðji varafulltrúinn er tilnefndur af Fljótsdalshreppi.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að formaður stjórnar svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á austursvæði, Ruth Magnúsdóttir, komi á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir mál þjóðgarðsins.

10.Samgöngumál

201710002

Bæjarráð fagnar þeim orðum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á aðalfundi SSA að á næsta ári verði farið í uppbyggingu þjóðvegarins í botni Skriðdals. Einnig því að hann sagði heilsársveg um Öxi forgangsverkefni í vegamálum á Austurlandi. Bæjarráð óskar eftir formlegri staðfestingu ráðuneytis og Vegagerðar varðandi framangreindar framkvæmdir.

Jafnframt kallar bæjarráð eftir skýrslu Vegagerðar sem liggur til grundvallar ákvörðunar ráðherra um staðsetningu þjóðvegar 1 um firði.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?