Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

381. fundur 03. apríl 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Hilmari Gunnlaugssyni fasteignasala, þar sem koma fram athugasemdir frá kaupanda barnaskólans á Hallormsstað vegna meintra galla á eigninni og tillögur að lausn málsins. Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sem kynnt var með bréfi 14. júní 2016, þar sem bótaskyldu er hafnað.
Bæjarstjóra falið að fara nánar yfir þær tillögur sem fram koma í bréfinu, í samráði við hlutaðeigandi aðila.

2.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201606016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir hugmyndir sem ræddar hafa verið í starfshópi um almenningssamgöngur og kynnti bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar til umhverfis- og framkvæmdanefndar, áður en málið verður afgreitt í bæjarráði.

3.Húsnæðisáætlun fyrir Austurland

201703182

Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dagsett 29. mars 2017 um möguleika á gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.
Bæjarráð telur að slík samvinna væri æskileg, tekur jákvætt í málið og telur tækifæri liggja í sameiginlegri húsnæðisáætlun fyrir Austurland.

4.Austurbrú 2017

201703183

Lögð fram beiðni um tilnefningar vegna stjórnarkjörs á ársfundi Austurbrúar ses.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mun ekki tilnefna fulltrúa af vettvangi atvinnulífs, menningar og menntunar.

5.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

201608064

Lögð fram drög að samningi um virkjun Geitdalsár, milli leyfishafa núgildandi rannsóknarleyfis og viðkomandi landeigenda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við handhafa rannsóknarleyfis um mögulega gerð nýtingarsamnings vegna virkjunar Geitdalsár, á grundvelli þeirra athugasemda sem lögmaður sveitarfélagins hefur gert við samningsdrögin.

6.Sumarlokun bæjarskrifstofu

201703184

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verði með sama móti og undanfarin ár. Að þessu sinni verði lokunin frá og með 24 júlí til og með 4. ágúst.

7.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga(sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)

201703176

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga(sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpsdrögin.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?