Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

377. fundur 13. mars 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjármál 2017

201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu ársreiknings 2016 sem lagður verður fyrir bæjarráð og bæjarstjórn miðvikudaginn 15. mars 2017.

2.Fundargerð 221. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201703034

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 847. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201703027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Daggæslu- og leikskólapláss á Fljótsdalshéraði

201702016

Farið yfir hugmyndir fræðslunefndar um fyrirkomulag til að auka framboð á leikskólaplássum og styrkingu dagmæðrakerfisins fyrir komandi skólaár.

Bæjarráð samþykkir tillögur fræðslunefndar sem fela í sér að fjölga stöðugildum um 1.5 við Tjarnarskóg frá og með næsta skólaári. Fjármálastjóra falið að skoða ásamt fræðslustjóra fjármögnun stöðugildanna.
Jafnframt samþykkt að mánaðarleg niðurgreiðsla til dagforeldra verði hækkuð um 25%, frá og með sama tíma.

Bæjarráð beinir því til fræðslunefndar að halda áfram að skoða dagvistunarmöguleika í sveitarfélaginu með tilliti til þróunar næstu árin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2017

201701152

Farið yfir starfsáætlun bæjarráðs, vegna málflokks 21 Sameiginlegur kostnaður.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að starfsáætlun og verður hún kynnt á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundur um þjóðlendumál 2017

201703024

Lagt fram til kynningar bréf frá Forsætisráðuneytinu, þar sem boðað er að ráðuneytið stefni á fund um málefni þjóðlenda að Lyngási 12 Egilsstöðum, 31. maí kl. 9:00.

7.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2017

201702076

Lagt fram til kynningar fundarboð vegna aðalfundar 2017. Drög að fundarboði lágu fyrir á síðasta fundi bæjarráðs og voru afgreidd þar.

8.Gróðrarstöðin Barri ehf.

201702096

Tekið fyrir erindi Barra ehf. þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi fram aukið hlutafé í fyrirtækið. Erindið hefur fengið jákvæða afgreiðslu í atvinnu- og menningarnefnd, en nefndin bendir þó á að atvinnumálasjóður hefur ekki fjármagn í fjárhagsáætlun ársins til að leggja fram aukið hlutafé.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.
Bæjarráð óskar eftir því við atvinnu- og menningarnefnd að nefndin ráðstafi fjármagni Atvinnumálasjóðs til hlutafjáraukningar í Barra ehf. að því gefnu að félaginu takist að tryggja amk jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum og að jafnframt hafi tekist að fjármagna fyrirhuguð verkefni Atvinnumálasjóðs með öðrum hætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Nordjobb sumarstörf 2017

201703036

Lagt fram bréf frá verkefnastjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 6. mars, með ósk um að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu sumarið 2017.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar með hliðsjón af mögulegum störfum t.d. við opin svæði og garðyrkju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak

201703025

Fyrir liggur til umsagnar Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

Bæjarráð telur ekki þörf á þeim breytingum sem frumvarpið boðar um verslun með áfengi. Bæjarráð telur tíma Alþingis betur varið í umfjöllun um önnur og brýnni málefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?