Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

369. fundur 16. janúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

201701003

Björn Ingimarsson kynnti erindi frá Eiðum ehf. varðandi veðheimildir í leik- og barnaskólann á Eiðum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja við félagið um veðheimildir.

Farið yfir nýjar reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Varðandi álagningu fasteignagjalda á húsnæði til útleigu til ferðamanna leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að allt það húsnæði sem í dag er með leyfi til gistingar fái álagningu samkvæmt gjaldflokki C fyrir árið 2017. Sé um heimagistingu að ræða, skal álagning í C flokki miðast við uppgefna nýtingarfermetra húsnæðisins til atvinnustarfsemi.

2.Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

201701027

Fundargerð 4. fundar SSA, frá 3. janúar 2017 lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 218. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201701047

Varðandi liðinn skýrsla framkvæmdastjóra, leggur bæjarráð áherslu á að sem fyrst verði auglýst eftir starfsmanni fyrir HEF, í stað Andra Guðlaugssonar sem farinn er til annarra starfa.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Ísland ljóstengt /2017

201612038

Lagt fram til kynningar afrit af styrkumsókn til Fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar á Fljótsdalshéraði 2017.

5.Kjarasamningar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

201612049

Lagt fram til kynningar.

6.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

201212011

Lagt fram til kynningar.

7.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

201011096

Bæjarráð fagnar því sem fram kemur í nýjum stjórnarsáttmála að efna eigi til breiðs samráðs um framtíð Reykjavíkurflugvallar og sömuleiðis því sem komið hefur fram í máli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki ekki fyrr en önnur ásættanleg lausn er komin.

8.Umsókn um tækifæris- og tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts Eiða- og Hjaltastaðaþinghár

201701033

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts Eiða- og Hjaltastaðaþinghár.
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

9.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu/Árskógar 1a

201612006

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, gisting í flokki II - að Árskógum 1a.
Fyrir liggur að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt með handauppréttingu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Smárahvammur 3

201612093

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, heimagisting í flokki I - að Smárahvammi 3.
Fyrir liggur að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?