Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

360. fundur 24. október 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti bréf frá Fjármálaráðuneytinu, þar sem sveitarfélaginu er bent á að beina erindi sínu varðandi reiðhöllina á Iðavöllum til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Bæjarstjóra falið að koma erindinu í réttar hendur, skv. umræddri ábendingu.

Bæjarstóri sagði frá fundi sínum með forsvarsmönnum Landsvirkjunar varðandi uppbyggingu Ormsstofu á Egilsstöðum og aðkomu fyrirtækisins að henni.

2.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhalsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020, eins og þau líta nú út, eftir að allar nefndir hafa skilað inn sínum áætlunum.

Að lokinni yfirferð samþykkti bæjarráð að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 2. nóvember.

Vegna erindis um gjaldskrá leikskóla, sem vísað var til bæjarráðs af síðasta bæjarstjórnarfundi, leggur
bæjarráð til við bæjarstjórn að við endurskoðun gjaldskrár fyrir árið 2017 verði gert ráð fyrir því að systkinaafsláttur fyrir þriðja barn á leikskóla (leikskólagjald) verði 100%. Systkinaafsláttur verði að öðru leyti óbreyttur.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 22

1610015

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2016

201603088

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

4.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

201601231

Lagðar fram til kynningar, fundargerðir aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 21. september 2016 og fundargerð stjórnar frá 4. október 2016.

5.Virkjanakostir á Austurlandi

201610070

Farið yfir samantekt um virkjanakosti sem Erla Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun kynnti bæjarfulltrúum sl. miðvikudag.
Að lokinni nokkurri umræðu um málið var umfjöllun frestað til næsta fundar bæjarráðs.

6.Kvennafrí 2016

201610069

Í dag, mánudaginn 24. október, hyggjast konur um land allt leggja niður vinnu kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um "kjarajafnrétti strax".

Fljótsdalshérað gerir ekki athugasemdir við það að konur sem starfa hjá sveitarfélaginu taki þátt í þessu og mun ekki skerða launagreiðslur til þeirra vegna viðburðarins.
Forstöðumenn allra stofnanna eru hvattir til að skipuleggja starf sinna stofnanna þannig að sem minnst röskun verði fyrir þjónustuþega. Ekki síst á þetta við í leikskólum, grunnskólum og í stofnunum á vegum félagsþjónustunnar.
Til fundar mættu nokkrir aðilar til að kynna verkefnið: Áfangastaðurinn Austurland.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?