Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

349. fundur 11. júlí 2016 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fyrir fund bæjarráðs voru haldnir aðalfundir Sláturhússins Menningarseturs og Fasteignafélags Iðavalla. Fundargerðir þeirra funda, ásamt ársreikningum voru svo teknir fyrir á fundi bæjarráðs.

1.

1.1.Umhverfisviðurkenningar

201606109

Tilnefning umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest og vísað til liðar 12 á dagskránni.

2.Umhverfisviðurkenningar

201606109

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skipan dómnefnda vegna umhverfisviðurkenninga á Fljótsdalshéraði 2016.

Dreifbýli
Árni Kristinsson, umhverfis- og framkvæmdanefnd
Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, MAST
Jón Björgvin Vernharðsson, Búnaðarsambandi Austurlands

Þéttbýli
Ágústa Björnsdóttir, umhverfis- og framkvæmdanefnd
Erla Vilhjálmsdóttir, fh. íbúa
Freyr Ævarsson, verkefnisstjóri umhverfismála

3.Vinabæjarmót Egilsstöðum 10-12.ágúst 2017.

201607017

Fyrir liggur að næsta vinabæjarmót í þeirri norrænu vinabæjarkeðju sem Fljótsdalshérað á aðild að, verður á Egilsstöðum í ágúst á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda vinabæjunum upplýsingar um dagsetningu mótsins og kalla eftir staðfestingu á mætingu.

4.Uppbygging ferðamannastaða

201605022

Fyrir liggja hugmyndir sem atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman að beiðni bæjarráðs um áfangastaði á Fljótsdalshéraði sem tilnefndir verði til landsáætlunar um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum árið 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir.

5.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

201406079

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á fulltrúum í nefndir sveitarfélagsins:

Að Kristín Björnsdóttir starfi áfram sem formaður Jafnréttisnefndar.

Jafnframt staðfestir bæjarráð að Ingunn Bylgja Einarsdóttir taki aftur sæti sitt sem varamaður í bæjarstjórn og fræðslunefnd, að afloknu leyfi, frá og með þessum fundi.

6.Samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði

201604103

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðu á Fljótsdalshéraði, eins og hún var lögð fram, með breytingartillögum frá Heilbrigðisnefnd Austurlands (sbr. fundagerð heilbrigðisnefndar frá 29. júní).
Tillagan þannig afgreidd hér við síðari umræðu af bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Eiðar,afnot af beitilandi.

201607008

Kynnt drög að samningi um afnot af beitilandi og túnum á Eiðum sem eru í eigu Fljótsdalshéraðs og liggur sunnan og austan við íþróttavöllinn. Að hluta er um að ræða endurnýjun á eldri samningi, en landið sem um ræðir er mun minna.

Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur bæjarstjóra að láta ganga frá samningi á grunni þeirra.

8.Samningur og viljayfirlýsing Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþ

201508023

Farið yfir viljayfirlýsingu Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, sem gerð var á síðasta ári og hvernig fjárfestingin rúmaðist mögulega innan fjárhagsramma sveitarfélagsins næstu þrjú árin.
Bæjarráð mælist til þess að framboðin ræði fyrirliggjandi útfærslur innan sinna raða og að málið verði tekið fyrir aftur á fundi bæjarráðs 8. ágúst nk.

8.1.Fundir fjallskilastjóra 2016

201607005

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fundargerð fundar Fjallskilastjóra 2016, dags.22.6. 2016 lögð fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og áréttar bókun úr lið 3 í fundargerð fjallskilastjóra og krefst þess að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar.

8.2.Snæfellsskáli deiliskipulag

201505173

Í vinnslu.

8.3.Stöðuleyfi fyrir verkfæra/garðskúr við púttvöll

201606111

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi.

8.4.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

201104043

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð, og afstaða ráðuneytis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarráð skipulags- og byggingarfulltrúa að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Úrvinnsla erindisins samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fer fram eftir að álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir.
Jafnframt er vakin athygli á 14. gr. Samþykktar nr. 668.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmsar tölulegar upplýsingar úr rekstri ársins.

Farið yfir drög að samningi við VAPP ehf vegna úthlutunar lóða nr. 1 - 8 við Klettasel.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá samkomulaginu, samkvæmt því fyrirkomulagi sem kynnt var á fundinum.

9.1.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

201606141

Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Á fjárlögum 2016 er á fjárlagalið 04-599, 1.23, tímabundin fjárheimild að fjárhæð kr. 67 m.kr. á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið "Rafbílar átak í innviðum"

Til úthlutunar í átaksverkefninu eru 67 m. kr. á ári á þriggja ára tímabili. Hægt er að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir fjárfestingarstyrkir og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnis, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 185/2016. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 m.kr. á ári. Lágmarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 2 m. kr. á ári.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarráð verkefnastjóra umhverfismála erindið til athugunar, í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að þeir leggi fram tillögu um málið á næsta fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.2.Landsskipulagsstefna 2015-2026

201401195

Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, Landsskipulagsstefna 2015-2016, dags. 16.6. 2016 .

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar um að skipulags- og byggingarfulltrúi verði sérstakur tengiliður við verkefnið.

9.3.Gangbrautir

201606144

Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vísar erindinu til Umferðaröryggishóps Fljótsdalshéraðs.

9.4.Fundargerð 130. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201606147

Lagt fram til kynningar.

9.5.Erindi og gögn fyrir fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar

201606134

Á fundi umhverfis- og mannvirkjanefndar var lagt fram eftirfarandi erindi sem snýr að málsmeðferð.

Öll erindi sem leggja á fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd skulu berast a.m.k. 7 dögum fyrir fund. Formaður hefur þó rétt til að bæta við erindi ef hann telur brýna þörf fyrir afgreiðslu þess.

Ef starfsmaður óskar eftir lagfæringum á gögnum, þá þurfa leiðrétt gögn að hafa borist fyrir miðnætti 3 dögum fyrir fund.

Óskað er eftir samþykki nefndarinnar og sveitastjórnar fyrir því, að ef ný erindi sem berast er varða vinnu eða breytingar á skipulagsáætlunum eða kynningu á framkvæmdaleyfi, verði gjöld innheimt áður en erindi er lagt fyrir fundi nefnda sveitarfélagsins.
Lagt er til að innheimta afgreiðslugjald, skv. 14. gr. samþykktar nr. 668, áður en nefndir sveitarfélagsins fjalla um málið, en önnur gjöld áður en auglýsing á tillögu verði send út.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framangreindar málsmeðferðartillögur.

Með vísun í 14. gr. samþykktar nr. 668, gjöld vegna vinnu eða breytinga á skipulagsáætlunum, þá samþykkir bæjarráð jafnframt að heimildir til innheimtu gjalda verði nýttar.

9.6.Áhaldahús Fljótsdalshéraðs/eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

201606121

Bæjarráð tekur undir með Umhverfis- og framkvæmdanefnd og felur starfsmanni að kynna skýrsluna fyrir starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar og leggur áherslu á að brugðist verði við þeim athugasemdum sem þar eru gerðar.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51

1607001

Fundargerðin lögð fram:

11.Fundargerða aðalfundar Sláturhúsið - Menningarsetur ehf 2016.

201607013

Lögð fram fundargerð aðalfundar Sláturhússins menningarseturs, ásamt ársreikningi félagsins fyrir rekstrarárið 2015.

12.Fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Iðavalla ehf 2016.

201607012

Lögð fram fundargerð aðalfundar Fasteignafélagsins Iðavalla ehf, ásamt ársreikningi félagsins fyrir rekstrarárið 2015.

13.Fundargerð 210.fundar stjórnar HEF.

201607010

Lögð fram fundargerð 210. fundar stjórnar HEF frá 04. 07. sl.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?