Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

344. fundur 06. júní 2016 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmsar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins.

2.Fundargerð 208.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201605178

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Ylströnd við Urriðavatn

201605132

Málið er í vinnslu.

4.Ábúð á jörðinni Kirkjubæ

201605170

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs beinir því til ríkisvaldsins að leita allra leiða til þess að ríkisjarðir séu setnar og tryggja að samfella sé í búrekstri þeirra jarða sem hafa verið í nýtingu.
Í ljósi stöðu dreifbýlis Fljótsdalshéraðs er það sveitarfélaginu sérstaklega mikilvægt að þessar kostajarðir séu setnar.

5.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201606016

Kynnt drög að tímabundnu tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á leiðinni Egilsstaðaflugvöllur - Hallormsstaður.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við SSA um verkefnið. Jafnframt verði gerð könnun meðal hópferðaleyfishafa á Héraði um áhuga þeirra á því.

6.Frumvarp til laga um timbur og timburvöru

201605180

Bæjarráð veitir ekki umsögn um málið.

7.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2016

201605177

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn fari í sumarleyfi eftir næsta fund sinn sem verður 15. júní, til og með 9. ágúst.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 17. ágúst og þar næsti fundur verður 6. september.

Jafnframt leggur bæjarráð til að bæjarstjórn veiti bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Bæjarráð mun funda eftirtalda daga með fullnaðarafgreiðsluumboð: 20.6, 27.6, 4.7, 11.7. og 8.8.

8.Trúnaðarmál

201605175

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?