Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

341. fundur 09. maí 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmiskonar talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsramma ársins 2017, en hann, ásamt bæjarstjóra, hafa endurskoðað fyrstu drög sem kynnt voru í bæjarráði.
Farið yfir rammann og helstu forsendur hans og að því búnu samþykkt að senda þessi drög að ramma til nefnda sveitarfélagsins til úrvinnslu. Bæjarráð óskar eftir því að afgreiðsla nefnda liggi fyrir í byrjun júní.

3.Fundargerð 838. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201605046

Rætt um 4. lið, Skólamálanefnd sambandsins. Bæjarráð beinir því til fræðslunefndar að fara vel yfir þessi mál og fylgjast með vinnu sérfræðinga Sambandsins varðandi það.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Uppbygging ferðamannastaða

201605022

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er samstarfsverkefni sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða.

Bæjarráð leggur til að Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við verkefnisstjóra vegna vinnu við landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða.

5.Skráning á hagsmunatengslum kjörinna fulltrúa

201605029

Bæjarráð bendir á að slíkar reglur eru ekki sérskráðar í siðareglum bæjarfulltrúa, en árlega eru þó hagsmunatengsl tengdra aðila gefin upp við gerða ársreiknings skv. reglum KPMG, endurskoðunar.
Skrifstofu- og starfsmannastjóra falið að svara erindinu og send núverandi siðareglur.

6.Vatnsból

201605021

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. maí 2016 frá Ævari Dungal, með beiðni um aðstoð við gerð nýs vatnsbóls við Kaldá.
Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið kemur ekki að stuðningi við einkavatnsveitur í dreifbýli og hafnar því beiðni um fjárhagslega aðkomu.
Hitaveita Egilsstaða og Fella sér um rekstur vatnsveitna í þéttbýli sveitarfélagsins.
Jafnframt telur bæjarráð að umrædd vatnsveituframkvæmd geti verið styrkhæf í gegn um regluverk sem sniðið er að lögbýlum.

7.Jörðin Grunnavatn á Jökuldal

201508003

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita yfirlýsingu um afsal réttinda og viðurkenningu eignarréttar sveitarfélagsins á jörðinni Grunnavatni.
Afgreiðsla málsins verður síðan lögð formlega fyrir bæjarráð.

8.Jafnt búsetuform barna

201605043

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar og óskar eftir afstöðu og athugasemdum frá þeim í byrjun júní.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?